Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 8
8 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR HANDBOLTAHETJURNAR KOMA HEIM Sannkölluð þjóðhátíðarstemning ríkti í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar ólympíusilfurverðlauna- hafarnir í handknattleik sneru aftur á Frón eftir langt ferðalag frá Peking í Kína. Við stutta athöfn á Kjarvalsstöðum tilkynnti Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri meðal annars að settur hefði verið á fót svokallaður „Silfursjóður“ í nafni handknattleikslandsliðsins. Sá sjóður hefur það að markmiði að gefa sem flestum ungmennum tækifæri til að stunda handknattleiksíþróttina. Eftir athöfnina á Kjarvalsstöðum var förinni heitið niður á Skólavörðuholt. Þaðan keyrði liðið í opnum vagni niður Skólavörðustíg og sem leið lá að Arnarhóli, þar sem við tók glæsileg dagskrá. Gafst milli 30 og 40.000 gestum tækifæri á að hylla silfurstrákana veglega. Valgeir Guðjónsson stýrði dagskránni af röggsemi og bjó þar til nýjan málshátt, að gott silfur sé gulli betra. Náði dagskráin hámarki þegar Valgeir og hljómsveit, forseti Íslands, ráðherrar ríkisstjórnar- innar, íslensku ólympíufararnir og allur Arnarhóll sungu saman lag Valgeirs „Gerum okkar besta“. Þaðan lá leið liðsins á Bessastaði, þar sem forseti Íslands veitti leikmönnum fálkaorðuna við hátíðlega athöfn. Óhætt er að fullyrða að gærdagurinn verði lengi í minnum hafður, og óskandi að ekki sé langt að bíða annars slíks. - kg Gott silfur gulli betra VEL AÐ VERKI STAÐIÐ Valgeir Guðjónsson kynnti Loga Geirsson á svið sem „manninn með flottasta hárið og flottasta hattinn“ og voru það orð að sönnu. Hér heilsast Logi og Stefán Eiríksson lögreglustjóri að fornum fimmusið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐ GERÐUM OKKAR BESTA Talið er að milli þrjátíu og fjörutíu þúsund manns hafi safnast saman í miðbæ Reykjavíkur til að hylla silfurstrákana. Mikil stemn- ing myndaðist á Arnarhóli, þar sem mannfjöldinn tók meðal annars undir með Valgeiri Guðjónssyni og félögum í slagaranum sívinsæla „Gerum okkar besta“. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STOLT ÞJÓÐARINNAR Allir landsliðsmennirnir, auk Einars Þorvarðarsonar framkvæmdastjóra HSÍ, voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Þá fengu Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði, Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, og Guð- mundur Ingvarsson, formaður HSÍ, stórriddarakross. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞJÓÐHÁTÍÐARSTEMNING Fólki dreif að úr öllum áttum þegar landsliðið hóf för sína niður Skólavörðustíg í opnum vagni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VELKOMNIR HEIM Silfurstrákunum var vel fagnað þegar þeir lentu á Reykja- víkurflugvelli eftir langt ferðalag. Ólafur Stefánsson fyrirliði sagði meðal annars í stuttri ræðu við Arnarhól að það væri ótrúleg gjöf að fá að vera Íslendingur, og að þjóðin ætti að halda ótrauð áfram að breyta heiminum og vera best. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞOLINMÆÐI ER DYGGÐ Fyrrverandi borgarstjórar, þeir Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, biðu spenntir eftir komu landsliðsins á Kjar- valsstaði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FAGNAÐARFUNDIR Landsliðsmennirnir voru í skýjunum yfir að hitta aftur maka og börn, enda langt um liðið. Hér er Sigfús Sigurðsson ásamt syni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Í SJÖUNDA HIMNI Leikmenn þökkuðu þjálfara sínum, Guðmundi Guðmundssyni, vel unnin störf með því að tollera hann á sviðinu við Arnarhól. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.