Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 18
18 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Ráðstefna eldfjallasérfræðinga í Reykjavík FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200 8 FYLGIRIT FRÉT TABLAÐSINS ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. Þing Alþjóðasambands eld- fjallafræðinga (IAVCEI) var haldið í Reykjavík dag- anna 17.-22. ágúst. Saman voru komnir hartnær 1000 vísindamenn frá 50 þjóð- löndum. Skipuleggjendur ráðstefnunnar segja hana vera stórviðburð í fræða- samfélaginu á Íslandi. Um var að ræða stærsta þing í raunvísindum sem farið hefur fram á Íslandi en þing alþjóða- sambandsins eru haldin á fjög- urra ára fresti. Flutt voru 700 erindi en fjallað var um alla þætti eldvirkni og eldgosa, stærstu sprengigos, sem verða á tugþús- unda ára fresti, jarðhita, jökul- hlaup og eldvirkni á öðrum hnött- um. Þau Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson og Ármann Höskuldsson báru hitann og þung- ann af ráðstefnuhaldinu. Thorarinsson Medal „Á ráðstefnunni voru birtar nið- urstöður fjölmargra óbirtra fræðigreina þar sem verið er að kynna nýjar og ferskar hugmynd- ir,“ segir Ármann. „Birt voru á ráðstefnunni 1.300 framlög sem skiptist í 700 erindi og 600 vegg- spjöld. Þetta er gríðarlega fjöl- breytt og þeir sem að þessu koma eru bæði stúdentar og sérfræð- ingar.“ Ráðstefnan hefur verið í undir- búningi í tæp fjögur ár. Þá var lögð fram tillaga frá Íslandi um að halda ráðstefnuna, en Frakkar sóttust einnig eftir því að halda ráðstefnuna. „Þetta er stórt skref fyrir okkur hér að fá að halda þetta þing sem snertir á fjölmörg- um ólíkum sviðum,“ segir Magn- ús Tumi. Hann segir útilokað að skýra frá efni eða sérstökum nið- urstöðum ráðstefnunnar í stuttu máli. „En nefna má að hér hefur verið fjallað um áhrif eldgosa á loftslag og hvernig á að bregðast við eldgosavá og hvernig á að koma henni á framfæri við almenning, svo eldfjallafræðin nær ekki aðeins til náttúruvísinda heldur einnig óskyldra hluta eins og almannavarna. Þetta sýnir hvað eldfjallafræðin er breitt fræðasvið.“ Á ráðstefnunni voru veitt æðstu verðlaun IAVCEI, sem kennd eru við Sigurð Þórarinsson jarðfræð- ing og nefnast á ensku Thorarins- son Medal. Að þessu sinni hlaut þau Stephen Sparks, prófessor í eldfjallafræði við háskólann í Bristol í Englandi. Hann hefur unnið að rannsóknum víða um heim, en með fyrstu verkefnum hans voru athuganir í Heimaeyj- argosinu 1973 og einnig vann hann við rannsóknir á gjósku úr Öskju- gosinu 1875. „Það er til marks um þá virðingu sem Sigurður nýtur innan fræðigreinarinnar að litið er til þessara verðlauna sem lang- samlega mikilvægustu viðurkenn- ingar sem vísindamanni á sviði eldfjallafræðinnar getur hlotn- ast,“ segir Ármann. Naflaskoðun En hvar er naflann að finna í eld- fjallafræðinni? „Það er enginn einn nafli en það eru nokkrir staðir í heiminum sem eru lykilstaðir,“ segir Magnús Tumi. „Það er Hawaí, sögulega séð má nefna Suður- Ítalíu, Japan, Indónesíu og Ísland. Ísland er því vissulega einn af fimm stöðum í heiminum sem eld- fjallafræðingum finnst að þeir verði að heimsækja. Enginn staður í heiminum getur gefið fullnaðar upplýsingar en Ísland er hugsan- lega fjölbreyttasti staður hvað eld- virkni varðar í heiminum.“ Lykilgos Sérstaða eldfjallafræðinnar gæti verið að einstakir atburðir, ein- stök eldgos, skipta miklu máli í þróun og auknum skilningi á fræð- unum. Einnig hefur ný tækni vald- ið byltingu á síðustu áratugum, mælitækni og ekki síður tölvu- tækni sem gerir alla fræðilega útreikninga auðveldari. „Einstök gos hafa skipt geysilega miklu máli eins og þegar fjallið St. Hel- ena í Bandaríkjunum gaus árið 1980. Fjallið einfaldlega sprakk og kannski var hægt að sjá að svo myndi fara. Annað lykilgos, sem hefur aukið mjög skilning manna er Surtseyj- argosið,“ segir Magnús Tumi og Guðrún bætir við að það sama sé hægt að segja um Skaftárelda árið 1786. „Lakagosið hafði svo gríðar- leg áhrif að rannsóknir standa stöðugt yfir í tengslum við það. Allt byggir það á frábærum heim- ildum sem gerir sérfræðingum kleift að fá heildstæða mynd af því sem þar gekk á. Áhrifanna gætti um allt norðurhvel og mjög mikilvægt að skilja það gos upp á framtíðina að gera,“ segir Ármann. Guðrún segir að ef viðlíka atburðir myndu gerast í dag þá megi til dæmis nefna að flugum- ferð yfir N.-Atlantshafi myndi að öllum líkindum leggjast af í tölu- vert langan tíma. „Þó svo okkur virðist sem langt sé um liðið frá Lakagosinu þá er aðeins um augna- blik að ræða í jarðsögulegum skiln- ingi. Svæðið er í raun virkt, þó ég vilji alls ekki vera að spá fyrir um að gos þar sé líklegt á næstunni,“ segir Ármann. Guðrún segir að enn stærra gos hafi verið í Eldgjá á 10. öld. „Það hefur valdið miklu tjóni þó frá- sagnir séu ekki miklar og erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir umfanginu.“ Í þeim fáu annálum sem finnast frá 10. öld kemur í ljós að það var uppskerubrestur í Ind- landi og Japan sem talið er tengj- ast þessum miklu jarðhræringum. Sambúð með eldrisum Undirtitill þingsins er „að skilja eldfjöll,“ og Ármann segir það aðalatriði að auka skilning á fyrir- bærinu til að maður og fjall geti lifað saman í sátt. „Eldfjöll eru alls staðar og við sækjum í þau þar sem þau eru svo rík. Í nálægð þeirra er frjósamur jarðvegur og námur fyrir málma og verðmæta steina tengjast eldvirkum svæð- um. Það er því til mikils að vinna að öðlast skilning á eðli þeirra. Seint mun koma upp sú staða að við getum forðast að lifa í nálægð við þessi fjöll og svarið er að skilja hvernig þau haga sér. Þegar þau fara af stað þá færum við okkur frá og leyfum þeim að pústa.“ Ísland má kalla nafla eldfjallafræðanna SKIPULEGGJENDUR Ármann Hösk- uldsson eldfjallafræðingur, Guðrún Larsen jarðfræðingur og Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GRÍMSVÖTN Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli 1. nóvember 2004. Líklega er um virkustu eldstöð Íslands að ræða og vitað er um tugi eldgosa frá landnámi sem mjög líklega tengjast Grímsvötnum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓM Katla er eldstöð sem staðsett er undir Mýrdalsjökli og er stór meg- ineldstöð. Kötlueldstöðin er um 30 kílómetrar í þvermál og rís hæst í yfir 1400 metra hæð yfir sjó. Í miðju eldstöðvarinnar er Kötluaskjan, um 100 ferkílómetrar að stærð og allt að 700 metra djúp. í henni er víðast 400-700 metra þykkur ís. Kötlugos hafa að meðaltali orðið á 40 til 80 ára fresti og hafa 16 eld- gos verið skráð í eldstöðinni frá land- námi en þau eru þó líkast til fleiri, eða 20 talsins. Síðast gaus Katla árið 1918 og því eru miklar líkur á gosi á næstu árum. Katla er ein frægasta eldstöð á Íslandi og alræmd fyrir hinar miklu hamfarir sem fylgja í kjölfar eldgosanna. Við gos bráðnar jökulísinn ofan við gosopið og safn- ast leysingavatn fyrir undir jöklinum, þangað til að það brýst fram af miklu afli í gríðarlegu jökulhlaupi. Mikið magn af ís, ösku og aur berst með hlaupvatninu. Mestallur Mýrdals- sandur er einmitt myndaður í hinum miklu jökulhlaupum sem hafa orðið í kjölfar Kötlugosa. KATLA KOMIN Á TÍMA? FRÉTTAVIÐTAL SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Fram hefur komið að utanríkisráðherra vilji að íslenskir friðargæsluliðar leggi niður vopn og hverfi frá þeim verkefnum sem krefjast vopnaburðar. Eitt þeirra er á flugvellinum í Kabúl, höfuðstað Afganistans, en alræmd teppakaup á Kjúklingastræti voru einmitt gerð í Kabúl. Íslenska friðargæslan í Afganistan er undir alþjóðlegum sveitum sem kallast Isaf, sem er skammstöfun á Inter- national Security Assistance Force. Hver er tilgangurinn með Isaf-sveitunum og hverjir eru í þeim? Isaf í Afganistan er fyrsta og stærsta landgönguliðaverkefni Nató utan Evrópu. Í júní tóku þátt í því um 53.000 manns frá fjörutíu löndum. Hlutfallslega eru flestir þeirra frá Bandaríkjunum (14.000) og Bretlandi (7.800). Þess má geta að einnig eru 19.000 Bandaríkjamenn í austurhluta landsins í Operation End- uring Freedom, en það verkefni kemur Isaf ekki við. Yfirlýstur tilgangur Isaf er að hjálpa ríkisstjórn Afganistans við að halda uppi lögum og reglu í landinu og styðja við og vinna með afganska hernum. Til dæmis er Isaf hernum innan handar við að afvopna talíbana. En langtímamarkmið- ið mun vera að koma á stöðugleika í landinu. Hvernig er vopnaburður Isaf? Flestir Isaf-liðar eru í hernaði í suðurhéruðum landsins. Þeir berjast með flestum þeim vopnum sem nútímaherjum bjóðast, skriðdrekum, þyrlum og þess háttar. Annars staðar í landinu er friðsælla og Isaf-liðarnir þá skotvopnaðir og í brynvörðum bílum. Isaf leggur áherslu á að friður án uppbyggingar sé ómögulegur og starfar víðs vegar um landið að því að endurbyggja skóla og sjúkrahús, vatnsveitur og svo fram- vegis. Hvað finnst afgönskum borgurum um Isaf? Samkvæmt skoðanakönnun BBC frá því síðla árs 2007 vilja flestir íbúar Afganistans að alþjóðlegar hersveitir dveljist í landinu. Íbúar norðurhéraða, þar sem friðarhorfur eru best- ar, voru jákvæðastir. Helsta andstaðan fannst í suðurhéruð- um, þar sem talíbanar eru sterkastir. Heimild: BBC FBL-GREINING: ALÞJÓÐLEGU SVEITIRNAR Í AFGANISTAN Aðstoða við að halda uppi lögum og reglu Meðan nýríkir Rússar kaupa ensk fóboltalið, þýskar hallir og glæsi- hýsi á Rivíerunni borga Finnar reikningana í Rússlandi. Ekkert bendi til þess að fjárhagsaðstoð Finna fari minnkandi og reyndar hefur finnska utanríkisráðuneytið lagt til að hún hækki enn frekar. Þetta kemur fram í grein í finnlandssænska blaðinu Hufvudstadsbladet. Rússneska ríkisstjórnin notar olíumilljarðana sína til að kaupa vopn og tæki fyrir herinn „og kúga óþæga nágranna eins og Georgíu. En þegar kemur að því að byggja upp heil- brigðiskerfið, veita HIV- sjúklingum eða fórnar- lömbum heimilisofbeldis meðhöndlun biður rúss- neska ríkisstjórnin Finna um að borga reikninginn,“ segir blaðið. - ghs Fjárhagsaðstoð Finna við Rússland: Rússar borga vopn- in en Finnar annað VLADIMÍR PÚTÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.