Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 26
26 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR „Annars vegar er hægt að stækka myntkerfið. Evran er þar líklega besti kosturinn, þótt það sé tímafrekt. Hin leiðin er uppgjöf við að byggja upp alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi og að bankarnir finni sér þá annan bakhjarl en Seðla- banka Íslands með því að flytja höfuðstöðvar sínar af landi brott.“ Þetta segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis. Hann ræðir í löngu máli um hlutverk og mikil- vægi seðlabanka sem lánveitanda til þrautarvara í grein í Morgunkorni og veltir þar fyrir sér leiðum til að losa fjármálakerfið við svonefnt „Íslands- álag“ í erlendri fjármögnun. Álagið skýrist meðal annars af vantrú erlendra aðila á getu Seðlabanka Íslands til að varðveita fjármálastöðugleika hér. „Þykir gjaldeyrisforðinn ekki nógu stór til þess að geta stutt bankana með tilliti til lausafjár í erlendum gjaldeyri en mest af skuldbinding- um bankanna er í erlendri mynt.“ Ingólfur nefnir einnig að áfall hjá banka með fjölþjóðlega starfsemi sé líklegt til að snerta fjármálakerfi margra landa. Í því sambandi má minna á nýlega yfirtöku danska seðlabank- ans á Hróarskeldubanka, sem var rökstudd með því að verja þyrfti fjármálakerfið. Hróarskeldubanki er ekki stór. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningar- deildar Landsbankans, hreyfði við því í grein í Markaðnum fyrir skömmu að bankarnir hlytu að fara úr landi, þar sem ekki væri pólitískur vilji fyrir því að Íslendingar gengju í Evrópusambandið og í framhaldi af því í myntbandalag Evrópu. Stjórnendur bankanna þriggja sögðu við Markað- inn að ekki hefði verið rætt um að flytja starfsemi eða höfuðstöðvar úr landi. Ingólfur Bender segir ólíklegt að bankarnir flytji úr landi við núverandi aðstæður. „Það gæti til dæmis haft neikvæð áhrif á lánskjör þeirra erlendis.“ ingimar@markadurinn.is Kostirnir uppgjöf eða evra Forstöðumaður Greiningar Glitnis segir ekki komist hjá „Íslandsálaginu“ nema með upptöku evru eða brottflutningi bankanna. Þeir fari þó líklega ekki við núverandi aðstæður. INGÓLFUR BENDER Sala á flatskjársjónvörpum í heim- inum jókst um ellefu prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Salan jókst lang- mest í Bandaríkjunum, þar sem flatskjáasala jókst um 28 prósent milli ára. Ástæðan er ekki síst talin sú að verð á flatskjársjónvörpum hefur fallið mikið að undanförnu. Ódýr- asta tegund 32 tommu flatskjár- sjónvarpa sem bandaríska raf- tækjakeðjan Best Buy selur kostar innan við 40.000 krónur. Þá benda athuganir til þess að neytendur hafi notað stóran hluta skattaend- urgreiðslu þeirrar sem Banda- ríkjaþing samþykkti fyrr í ár til að endurnýja raftæki heimilisins. - msh Engin kreppa í flatskjáasölu Dregið verður úr kostnaði og vöru- úrval minnkað í Woolworths-versl- unum gangi áætlanir Baugs og Malcolms Walker eftir um að eign- ast keðjuna. Í umfjöllun The Times um málið um síðustu helgi er full- yrt að Baugur muni reyna að klára kaupin í vikunni en fyrsta tilboði Baugs og Walker í keðjuna var hafnað. Talið er líklegt að Wool- worths verði tekið af markaði og að Malcom Walker verði gerður forstjóri gangi áætlanir Baugs eftir. Walker hefur starfað náið með Baugi og var fenginn til að blása nýju lífi í matvöruverslana- keðjuna Iceland sem er í eigu Baugs en Walker var stofnandi hennar. Talið er að Walker kjósi að einfalda rekstur Woolworths og muni hætta sölu á ýmsum vöru- flokkum, til dæmis farsímum og fartölvum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði í síðustu viku að Baugur væri að skoða málið en ekkert væri fast í hendi. Baugsmenn hafa lýst því yfir að þeir gætu auðveldlega rekið versl- anakeðjuna mun betur en nú er gert. Woolwoorths rekur rúmlega 800 verslanir í Bretlandi. - ghh Baugur vill einfalda reksturinn WOOLWORTHS Nýverið kom fram kom í Times að Baugur myndi reyna að klára kaupin á Woolworths í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verðbólga mælist nú 14,5 prósent og hefur ekki verið meiri í átján ár. Gengis- veiking íslensku krónunnar skýrir hækkunina að mestu leyti auk þess sem húsnæðis- liðurinn veldur fráviki. „Þetta er nokkurn veginn í sam- ræmi við það sem menn hafa gert ráð fyrir nú um nokkurt skeið þótt verðbólga sé meiri en reiknað var með á þriðja ársfjórðungi í spá okkar,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Spá bankans hljóðaði upp á 13,3 prósenta verðbólgu á fjórðungn- um. „Þetta kom okkur ekkert sér- staklega á óvart.“ Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,9 prósent frá í júlí og stendur verðbólga í 14,5 prósentum, sam- kvæmt útreikningum Hagstofunn- ar. Til samanburðar mældist hún 13,6 prósent í síðasta mánuði. Hún hefur ekki verið meiri síðan í júní árið 1990. Þetta er undir verðbólguspám greiningardeilda bankanna, sem sáu 14,7 til 14,8 prósenta verð- bólgu í spilunum. Greiningardeild- irnar sögðu í spám sínum verð- bólguna komna í hæsta gildi og reiknuðu með að hún myndi lækka úr þessu. Það er í samræmi við spá Seðlabankans líkt og hún birt- ist í Peningamálum, ársfjórðungs- riti bankans, í síðasta mánuði. Verð á bensíni og olíu lækkaði talsvert á milli mánaða en verð- hækkun á fötum og skóm í kjölfar útsöluloka vegur á móti. Þá hækk- aði verð á mat og drykkjarvörum á sama tíma. Greiningardeild Glitnis bendir á að hratt hafi dregið úr árshækk- un allra eignaflokka á íbúðarhús- næði en hún nam 3,3 til 4,7 pró- sentum í mánuðinum. Það sé mikil breyting frá áramótum þegar hækkunin nam allt að átján pró- sentum. Megi reikna með að frek- ar dragi úr eftir því sem líði á árið. Arnór segir hjöðnun húsnæðis- verðbólgunnar hægari en gert hafi verið ráð þótt verðið hafi lækkað. Gengisáhrifin koma mjög sterkt inn í verðbólgutölurnar enda krón- an nokkuð lægri nú en spá Seðla- bankans gerði ráð fyrir, að sögn Arnórs. Hann vildi þó ekkert segja til um hvort Seðlabankinn ætlaði að grípa til aðgerða, svo sem með aukningu gjaldeyrisvaraforðans til að styðja frekar við gengið og draga hraðar úr verðbólgu, eins og þrýst hafi verið á um. jonab@markadurinn.is ARNÓR OG DAVÍÐ SEÐLABANKASTJÓRI RÆÐA MÁLIN Aðalhagfræðingur Seðla- bankans segir verðbólgutölurnar nokkurn veginn í samræmi við spár bankans þótt lokaniðurstaðan hafi reynst ívið hærri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verðbólgan er lituð af gengis- falli krónunnar BREYTING MILLI MÁNAÐA* Liðir Breyting (í %) Neysluvörur: Matur og drykkjavörur +1,8 Föt og skór +4,7 Bensín og olía -3,9 Húsnæðisliðir: Efni til viðhalds húsnæði +6,3 Kostn. v. húsnæðis -0,3 Lækkun markaðsverðs -0,11 * Hagstofa Íslands EVRUTÁKNIÐ VIÐ SEÐLABANKA EVRÓPU Við höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt gnæfir risastórt evrumerki. Forstöðumaður Greiningar Glitnis segir evru nærtækasta við að stækka hér myntkerfið. Hinn kosturinn sé að gefa alþjóð- lega fjármálastarfsemi upp á bátinn hér á landi. NORDICPHOTOS/AFP Fasteignaverð í tuttugu stærstu borgum Bandaríkjanna féll minna í júní en undanfarna mánuði. Verð- fallið nam 0,5 prósentum, sem er mun minna en fyrr í ár. Hagfræðingar telja margir að tölurnar bendi til þess að botninn sé í nánd á fasteignamörkuðum og kaupendur byrjaðir að taka við sér. Könnun Conference Board á væntingum neytenda sýnir einnig að þeim hefur fjölgað sem hyggj- ast kaupa íbúðarhúsnæði á næstu sex mánuðum. Á móti hefur verið bent á að nærri fjörutíu prósent allra fast- eignaviðskipta í júlí hafi verið nauðungarsölur og aldrei fleiri óseldar eignir á söluskrám. - msh Dregur úr verð- falli fasteigna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.