Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 67

Fréttablaðið - 28.08.2008, Síða 67
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 47 F í t o n / S Í A Leikstjórinn Woody Allen horfir hvorki á kvikmyndir sínar í bíói né les um þær gagnrýni. Þess í stað vill hann einbeita sér strax að sínu næsta verkefni í stað þess að dvelja lengur við síðustu mynd. „Þegar mynd- irnar eru búnar er enginn tilgangur með því. Í mínu tilfelli les ég aldrei um þær. Ég held bara áfram mínu striki og lít ekki aftur,“ segir Allen. „Ég legg mjög hart að mér við hverja mynd en þegar henni er lokið þá er henni bara lokið. Það er enginn tilgangur í því að horfa til baka vegna þess að þú getur ekki lagfært myndina. Þess vegna læt ég hana frá mér og held áfram veginn.“ Les aldrei gagnrýni WOODY ALLEN Leikstjórinn Woody Allen les aldrei gagnrýni um myndirnar sínar. Leikkonan Tara Reid er nýjasta kvikmyndastjarnan sem reynir fyrir sér sem fatahönnuður. Tara, sem er best þekkt fyrir leik sinn í gamanmyndinni American Pie, hefur komið á laggirnar nýrri fatalínu sem ber nafnið Mantra. Línan inniheldur stuttermaboli, kjóla, sundföt og hettupeysur, svo eitthvað sé nefnt. Við skulum vona að hönnunarferill Töru gangi eilítið betur en kvikmyndaferill hennar. Söðlar um Í Hong Kong, helstu tískuborg Asíu, stendur nú yfir tísku- vika þar sem margir heitustu hönnuðir heims sýna línur sínar fyrir komandi haust. Jean Paul Gaultier reið á vaðið með sýningu þar sem dýraríkið er í hávegum haft, enda virðast loðfeldir vera á meðal ómissandi eigna fyrir haust- ið. Á næstu dögum munu hönnuðir á borð við Marc Jacobs, Oscar de la Renta og Donnu Karan færa Asíubúum hönnun sína. Jean Paul Gaultier í Hong Kong Heill klæðn- aður í sama litatón er ein af helstu tískustefnum haustsins, og hana var líka að finna hjá Gaultier. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Gaultier blandar saman mismunandi efnisáferðum með gullnum silkikjól, kápu úr skinni og loðhúfu, sem prýddi nánast hverja fyrirsætu á sýningunni. Dýraheim- urinn var í stóru hlutverki hjá Gaultier og birtist í formi mynstra, felda og skinns. Loðvesti sáust á mörgum tískupöllunum fyrir haustið. Svartar buxur, gjarnan dálít- ið víðar og karlmannleg- ar í sniðinu, eru á meðal heitustu flíkanna í haust. Tíglapeysa fær nýtt líf með tíglum úr leðri, eins og hefðbund- inn frakki er poppaður upp með skemmti- legu mynstri. Rauð herðaslá ljáir kjólnum dramatískan blæ.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.