Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 16
16 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið! Akureyrarvaka fer fram um helgina og verður hún sett í Lystigarðinum á Akureyri annað kvöld. Á laugardag verður svo fjöl- breytt dagskrá um allan bæinn frá morgni og fram eftir kvöldinu. Meðal annars verða útitónleikar í Gilinu með Bubba Morthens og tvennir tónleikar verða haldnir á miðnætti. Reykhóladagurinn verður haldinn á laugardaginn. Dagurinn er fyrir alla fjölskylduna og hefst með gönguferð að Kílonsvatni. Yfir daginn verður ýmislegt í gangi en dagskránni lýkur með mat, skemmtun og balli undir veislustjórn Arnar Árnasonar. Í Sandgerði fara nú fram Sandgerðis- dagar, en þeir hófust á þriðjudag. Annað kvöld verður heiðursborgari bæjarins krýndur og úrslit úr keppninni um Sandgerðisdagalagið verða kynnt. Þá verða útitónleikar og síðan ball fram eftir kvöldi. Á laugardag verður meðal annars fjölskylduskemmtun og hverfaganga, varðeldur og bryggjusöngur. Í túninu heima er bæjarhátíð Mosfell- inga sem fer fram um helgina og hefst í dag. Annað kvöld verður hátíðin sett formlega og á sama tíma verður bæj- arlistamaður kynntur. Á laugardag og sunnudag verður fjölbreytt fjölskyldudag- skrá, og á laugardagskvöld verða tónleikar fyrir alla fjölskylduna. HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Vakað fram eftir á Akureyri AKUREYRI Akureyrarvaka fer fram um helgina og verður margt um að vera. Pétur Hafþór Jónsson, tón- menntakennari við Austur- bæjarskóla, hlaut íslensku menntaverðlaunin fyrir kennslubók sína um sögu dægurlagatónlistar. Hann telur nútímamenningu eiga erindi inn í kennslustofur landsins. „Kennslan hefur gengið alveg ljómandi vel. Krakkarnir eru flestir afar áhugasamir og skemmta sér hið besta. Einn tím- inn fór til dæmis í umfjöllun um Bítlana. Eftir tímann fékk einn nemandi lánaðar hjá mér allar Bítlaplöturnar og hlóð þeim inn á iPodinn sinn. Það er óhætt að segja að foreldrarnir hafi verið hæstánægðir með þá þróun mála,“ segir Pétur Hafþór Jónsson, tón- menntakennari í Austurbæjar- skóla. Pétur hlaut í vor íslensku menntaverðlaunin í flokki náms- efnishöfunda fyrir kennslubók sína Hljóðspor, þar sem farið er yfir sögu dægurtónlistarinnar, frá afrískri tónlist til hippamenning- ar sjöunda áratugarins. Pétur hefur nú kennt bókina og tengt námsefni í nokkur ár. Sam- hliða því hefur hann ferðast um og kynnt efnistök námsefnisins fyrir kennurum og skólayfirvöldum víðs vegar um landið. Hann segir viðbrögðin hafa verið góð, hjá nemendum og eins hjá öðrum kennurum. „Það má í raun segja að ég noti svipaðar áherslur í kennslunni og notaðar eru við tón- listarsköpun. Alþýðutónlist fyrri tíma gekk til dæmis mikið út á að allir viðstaddir tækju þátt, væru virkir en ekki aðgerðarlausir áhorfendur. Þetta tel ég vera mik- ilvægan hluta af allri kennslu. Einnig hafa börnin mjög gott af því að læra undirstöðuatriðin í tónlistarsköpun, til dæmis hvað varðar mikilvægi samvinnu í und- irbúningi, útsetningum og fram- kvæmd. Ég er líka á þeirri skoðun að tónlist sé svo mikilvægur hluti samfélagsins að það sé glapræði að gera henni ekki góð skil,“ segir Pétur. Hugmyndin að námsefninu kviknaði þegar Pétur tók sér þriggja ára frí frá kennslu til að nema tónvísindi í Álaborg. „Þar var farið yfir sögu dægurlagatón- listarinnar og áhrif hennar á þjóð- félagið á hverjum tíma. Ég hreifst af náminu og tel tónlistarsögu eiga erindi við íslensk börn. Ég held til dæmis að rokkið hafi átt stóran þátt í að brjóta niður marga veggi, og kannski er rokkið stórmerki- legt þjóðfélagsfyrirbæri. Í öllu falli endurspeglar rokksagan þjóð- félagsástandið á hverjum tíma afar vel.“ Pétur telur nútímamenn- ingu eiga skilið veigameiri sess í kennslu en verið hefur. „Það hefur til dæmis gefist mörgum vel að nota nútímamenningu í tungumála- kennslu. Það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi sem krakkarnir geta samsvarað sig við,“ segir þessi brautryðjandi og heldur áfram að uppfræða æskuna um þjóðfélagslegt mikilvægi Bítlanna og Bob Dylan. kjartan@frettabladid.is Börnin fá Bítlaplötur lánaðar LJÚFIR TÓNAR Pétur hefur verið einkar duglegur við að sanka að sér hljóðfærum af öllum stærðum og gerðum, sem nemendur hans njóta góðs af við námið. Veggina í tónmenntastofunni þekja myndir af merkum tónlistarmönnum síðustu aldar, eins og Elvis, Dylan og Ragga Bjarna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tveir ungir menn, Viktor A. Bog- danski, nýútskrifaður stúdent frá Menntaskólanum við Sund, og Guð- mundur S. Guðmundsson, nemi í Borgarholtsskóla, markaðssetja og selja á netinu flugnanet í glugga. Viktor og Guðmundur eru með kynningu á flugnanetinu á flugu- laus.blog.is og á síðunni Flugulaus. com sem verður opnuð á næst- unni. Viðskiptahugmyndin kom þannig til að Viktor er með flugnafóbíu og getur ekki haldið ró sinni ef fluga er í sama rými og hann. „Ég er skríthræddur við allar flugur og skordýr. Það er nóg að það sé smá- fluga nálægt mér og þá er ég skít- hræddur,“ segir hann. Þá hefur Guðmundur að undan- förnu átt í vandræðum með köng- ulær sem koma inn um gluggann hjá honum og spinna vefi hér og þar í herberginu hans. „Eva mágkona mín byrjaði á því að gera svona flugnanet í ramma fyrir sjálfa sig,“ segir Viktor. „Mér leist mjög vel á það og datt í hug að selja þessa flugnanetsramma. Við þurfum bara að fá ummálið á glugganum og smíðum svo ramm- ann,“ segir hann. Viktor telur ekkert of seint að fá sér flugnanetsramma í gluggann nú í haust þar sem flugur og skor- dýr séu farin að leita inn í hitann. Flugnanetið hafi líka þann stóra kost að ekkert mál sé að setja það í gluggann og taka það úr honum. Það sé hægt að geyma yfir vetur- inn og setja upp ár eftir ár, - ghs Tveir ungir menn með nýstárlega viðskiptahugmynd: Selja flugnanet í glugga SKÍTHRÆDDUR Vinirnir Viktor A. Bogdanski og Guðmundur S. Guðmundsson selja flugnanet í glugga. „Ég er skíthræddur,“ segir Viktor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Úr takti við almenning „Frammistaða landsliðsins er auðvitað glæsileg og gríðarlega góð landkynning sem ekki er hægt að meta til fjár. En það er út í hött að menntamála- ráðherra þurfi að fljúga tvívegis til Kína með maka sínum. Ekki sáum við forsetafrú Frakka þarna, var það?“ segir Ásgerður Jóna. „Ég held að ráðamenn haldi að við séum til fyrir þá en ekki öfugt. Það vantar fjármagn til að upp- fylla félagslega þjónustu gagnvart borgurum. Við, þessar 320 þúsund hræður, erum með um 600 opinberar stofnanir og fyrirtæki og hver þeirra er með sinn forstjóra á góðum launum. Aldrei sæjum við 320 þúsund manna fyrirtæki í Bandaríkjunum með 600 forstjóra.“ Ásgerður telur að gera eigi tölfræði- lega úttekt á því hve umfangsmikið og fjárfrekt stjórnkerfið sé orðið. „Það þarf að fá óháðan erlendan aðila til að fara í saumana á því hvert pening- arnir fara. Þá er ég ansi hrædd um að margir þyrftu að segja af sér.“ SJÓNARHÓLL FLUG RÁÐAMANNA TIL PEKING ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR Formaður Fjölskylduhjálp- arinnar Alls ekki í Framsókn „Ég hefði aldrei tekið það í mál að koma þarna inn sem pólitískur fulltrúi.“ SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGS- SON FÉKK SÆTI FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Í SKIPULAGSRÁÐI. Fréttablaðið, 27. ágúst 2008 Útgjöldin óhófleg „Ef þau hefðu sætt sig við hófsamari ferðamáta og aðbúnað þá hefði þetta verið betra.“ STEINGRÍMI J. SIGFÚSSYNI ÞÓTTI KOSTNAÐUR VIÐ KÍNAFERÐIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA HELDUR MIKILL. Fréttablaðið 27. ágúst 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.