Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 74
54 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR PEKING 2008 Það þurfti sameinað átak margra leikmanna til þess að fá íslensku silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking. Þegar tölfræði liðsins er skoðuð sést vel að það spiluðu margir leikmenn vel og mörk liðsins dreifðust vel á allar leikstöðurnar á vellinum. Það er gaman að líta betur yfir þennan glæsilega hóp sem færði íslensku þjóðinni fyrstu ólympíuverðlaunin í hópíþrótt. Hver getur gleymt ótrúlegum viðtölum íslensku fjölmiðlamannanna við mentorinn og læriföðurinn Ólaf Stefánsson eða stáltaug- um Snorra Steins Guðjónssonar á úrslita- stundu? Járnmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson spilaði sig í gegnum meiðsli sem hefðu haldið mörgum frá í margar vikur og stálmaðurinn Alexander Peters- son gaf ekkert eftir þótt hann væri oft að glíma við miklu stærri og þyngri menn. Villimenn- irnir Sverre Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson mynduðu magnað miðjupar og íslenski björninn Sigfús Sigurðsson spilaði líka dýrmætar mínútur. Íslendingar eignuðust líka markvörð í heimsklassa á úrslita- stundu í Björgvini Páli Gústavssyni sem varði yfir 20 skot bæði í átta liða úrslitun- um og undanúrslitunum. Hver getur heldur gleymt tvíhöfðanum á vinstri vængnum, annars vegar hinum rólega og yfirvegaða Arnóri Atlasyni en hins vegar hinum svellkalda og óhrædda Loga Geirssyni sem er alltaf tilbúinn að taka stóra skotið? Logi sjóðhitnaði á hárréttum tíma í undanúrslitaleiknum og skaut Spánverjana í kaf. Alls voru það sex leikmenn liðsins sem náðu að skora yfir 3 mörk að meðaltali í leik sem hefur ekki gerst áður hjá íslenska landsliðinu á stórmóti og sjöundi maður- inn, Róbert Gunnarsson, var heldur ekki alltof langt á eftir. Í fyrsta sinn átti íslenska landsliðið líka fleiri en einn mann í úrvalsliði móts og gott betur því þrír íslenskir leikmenn voru valdir í lið mótsins. Íslenska liðið á sex leikmenn meðal þeirra 24 markahæstu á leikunum og Snorri Steinn setti met með því að lenda í öðru sæti en Valdimar Grímsson hafði hæst náð 3. sætinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Annars var það liðsheildin og íslenski baráttuandinn sem sá til þess að liðið kom alltaf klárt í slaginn og gafst heldur aldrei upp. Á bak við liðið starfaði síðan frábært teymi þjálfara og aðstoðarfólks og landsliðsþjálfarinn sýndi mikinn þroska sem þjálfari að bæði læra af reynslunni og nýta sér frábært starf góðra manna. Hér á síðunni má sjá framlag leikmanna liðsins í markaskori og annarri tölfræði og þar sést vel hvernig þetta dreifist og að það var ógnað úr öllum stöðum hjá íslenska landsliðinu í Peking. ooj@frettabladid.is Ógnað úr öllum stöðum á vellinum Sex leikmenn íslenska handboltalandsliðsins skoruðu þrjú mörk eða fleiri að meðaltali í leik á Ólympíuleikunum í Peking og Ísland átti tvo af þremur markahæstu leikmönnum mótsins, Snorra Stein Guðjónsson og Guðjón Val Sigurðsson. ÞRÍR GÓÐIR Ólafur, Snorri Steinn og Guðjón Valur á pallinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LOGI GEIRSSON 25 MÖRK 17 MÖRK MEÐ LANGSKOTUM 24. MARKAHÆSTUR Á MÓTINU 26 ÁRA OG 190 CM Logi Geirsson kom rosalega sterkur inn í seinni hluta mótsins og átti sinn langbesta leik í undanúr- slitunum á móti Spáni þar sem hann skoraði hvert þrumumarkið á fætur öðru. Logi er óútreiknanlegur og allaf tilbúinn að skjóta á markið sem gerir það að verk- um að hann myndar frábært mótvægi við yfirvegaðan og skynsaman leik Arnórs. ARNÓR ATLASON 25 MÖRK 30 STOÐSENDINGAR 24. MARKAHÆSTUR Á MÓTINU 4. STOÐSENDINGAHÆSTUR 24 ÁRA OG 191 CM Arnór Atlason fór fyrir íslensku sókninni í riðlakeppninni og spilaði þá einstaklega vel. Arnór var eins og Guðjón Valur að spila sig í gegnum meiðsli og hann gaf aðeins eftir þegar leið á. Arnór var liðinu samt gríðarlega mikilvægur og skapar skemmtilegt mótvægi við viltan leik Loga Geirssonar. HREIÐAR LEVY GUÐMUNDSSON 39 VARIN SKOT 7,8 SKOT VARIN Í LEIK 31,7 PRÓSENT 28 ÁRA OG 193 CM Hreiðar kom okkur á Ólympíuleikana með frábærri markvörslu í forkeppninni í maí en var meira í hlutverki varamarkvarðar að þessu sinni, þökk sé frábærri markvörslu Björgvins Páls. Bestu leikir hans voru í jafnteflunum á móti Dönum og Egyptum sem tryggðu liðinu sæti í 8 liða úrslitunum. RÓBERT GUNNARSSON 19 MÖRK 18 MÖRK AF LÍNU 70 PRÓSENTA SKOTNÝTING 28 ÁRA OG 190 CM Róbert var traust- ur á línunni eins og oft áður. Fáir klára færin sín betur og Róbert skoraði mörg góð mörk úr þröngum og erfiðum færum. Hann er farinn að þekkja vel inn á skyttur liðsins eftir áralanga samvinnu og það skilar sér í mörgum góðum sóknum. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON 43 MÖRK 17 HRAÐAUPPHLAUPSMÖRK 17 MÖRK ÚR HORNUM 3. MARKAHÆSTUR Á MÓTINU 65 PRÓSENTA SKOTNÝTING 29 ÁRA OG 187 CM Guðjón Valur Sigurðsson sýndi mikla hörku þegar hann spilaði sig í gegnum slæm ökkl- ameiðsli sem höfðu haldið mörgum meðalmanninum frá keppni. Guðjón Valur var traustur eins og áður og skoraði flest mörk liðsins úr bæði hornum og hraðaupphlaupum. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON 92 VARIN SKOT 13,1 SKOT VARIÐ Í LEIK 38,2 PRÓSENT 23 ÁRA OG 192 CM Björgvin varði yfir tuttugu skot í tveimur leikjum í röð í útslátt- arkeppninni og átti risastóran þátt í að íslenska liðið fór í úrslit. Björgvin átti einnig góða inn- komu strax í fyrsta leik á móti Rússum. Björgvin sprakk út á sínu fyrsta stórmóti og er frábær viðbót við liðið. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON 48 MÖRK 21 MARK ÚR VÍTAKÖSTUM 15 MÖRK AF LÍNU 62 PRÓSENTA SKOTNÝTING 2. MARKAHÆSTUR Á MÓTINU 27 ÁRA OG 187 CM Snorri Steinn Guðjónsson var aðalmaðurinn í sókn- arleik íslenska liðsins og tók hvað eftir annað af skarið á mikilvægum tímapunktum. Snorri Steinn tryggði íslenska liðinu tvisvar sinnum jafntefli með mörkum á lokasekúndunum og endaði síðan á því að vera aðeins einu marki frá því að verða markakóngur leikanna. Snorri hefur fullkomn- að það að leysa inn á línu eitthvað sem Magnus Wislander gerði svo vel fyrir Svía á sínum tíma. ALEXANDER PETERSSON 31 MARK 9 STOLNIR BOLTAR 12 HRAÐAUPPHLAUPSMÖRK 16. MARKAHÆSTUR Á MÓTINU EFSTUR Í STOLNUM BOLTUM 28 ÁRA OG 186 CM Alexander átti enn á ný frábært mót með landsliðinu, var öflugur í sókninni en sem fyrr frábær í vörninni þar sem hann glímdi hvað eftir annað við mun hávaxnari og þyngri menn. Alexander tók einnig meira af skarið í sókninni auk þess að breyta mörg- um leikjum með því að stela boltanum og búa til mörk úr engu. ÓLAFUR STEFÁNSSON 29 MÖRK 38 STOÐSENDINGAR 18 MÖRK MEÐ LANGSKOTUM 20. MARKAHÆSTUR Á MÓTINU STOÐSENDINGAHÆSTUR 35 ÁRA OG 196 CM Ólafur Stefánsson var nokkuð frá sínu besta í upphafi móts og virkaði þungur í fyrstu leikjunum. Fyrirliðinn fór fyrst að blómstra þegar íslenska liðið var komið inn í átta liða úrslitin og lék frábærlega í útsláttarkeppninni. Ólafur skor- aði þá mörg dýrmætustu mörk liðsins og fann félaga sína hvað eftir annað með frábærum sendingum. Þá eru ótalin áhrif hans á andlegu hliðina í liðinu en þar spilaði besti íslenski hand- boltamaðurinn fyrr og síðar aðalhlutverk- ið, að fá leik- menn liðsins til að trúa því að liðið gæti unnið verðlaun. INGIMUNDUR INGIMUNDARSON 4 MÖRK 28 ÁRA OG 193 CM SVERRE JAKOBSSON 14 VARIN SKOT Í VÖRN 31 ÁRS OG 196 CM STURLA ÁSGEIRSSON 3 MÖRK 28 ÁRA OG 182 CM ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON 7 MÖRK 24 ÁRA OG 191 CM SIGFÚS SIGURÐSSON 8 MÖRK 33 ÁRA OG 198 CM 19 31 29 25 43 25 48 3 7 8 4 39 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.