Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.08.2008, Blaðsíða 4
4 28. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR að eigin vali erikur3 Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Selfoss - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind 999kr VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 18° 18° 18° 18° 23° 24° 25° 25° 22° 29° 30° 27° 23° 27° 26° 34° 28° Á MORGUN 10-20 m/s, hvassast á Vestfjörðum og vestan til. 6 LAUGARDAGUR 5-10 m/s 12 12 12 12 12 11 11 10 12 12 10 4 4 4 3 2 4 5 5 5 3 11 13 12 1212 12 12 12 1312 STORMUR Ljót lægð tekur land í kvöld. Með komu hennar fer að rigna, fyrst sunnan til og það í miklum mæli. Auk þessa hvessir í nótt og má búast við stormi um tíma vestan til á landinu og á Vestfjörðum. Á morgun verður hvasst með ströndum með mikilli rigningu en úrkomuminna síðdegis. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL „Við erum vanari að tala um lengri tímabil og fólk dofnar fyrir þessum fréttum af hækkun verðbólgunnar. Því finnst 0,9 prósent ekki mikil hækkun. En þetta er hækkun á einum mánuði og slær fólk frek- ar þegar talað er um að tuttugu milljón króna húsnæðislán hafi hækkað um rúmlega 113 þúsund krónur frá síðustu mánaðamót- um, eftir afborgun,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,5 prósent og hækkun í ágúst- mánuði var 0,9 prósent frá því í júlí, samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í júlí árið 1990. „Það sem fólk finnur líka veru- lega fyrir er dagvaran, sem hækkar um tvö prósent í ágúst. Þetta hleðst upp því hún hækkaði líka um tvö prósent í maí og júní. Þetta er geysilega mikil hækkun á stuttu tímabili og einstakir liðir innan vísitölunnar hafa hækkað um fimm prósent síðan í júlí, eins og til dæmis grænmeti.“ Alþýðusamband Íslands gagn- rýnir harðlega að tvær opinberar stofnanir, Íslandspóstur og Ríkis- útvarpið, hækka gjaldskrár sínar í ágúst um fimm prósent. „Ríki og sveitarfélög ásamt fyrirtækj- um og stofnunum á þeirra vegum verða nú að sýna samstöðu og stöðva allar hækkanir á gjald- skrám sínum,“ segir á heimasíðu sambandsins. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir verðbólgutölurnar skuggalegar. „Verum þess minnug að þetta er ekki aðeins dagvaran heldur fer þetta einnig út í lánakjörin. Þess vegna segi ég að það að ná tökum á verðbólgunni er verkefni stjórnvalda númer eitt. Stjórn- völd þurfa að ræða við fleiri aðila en hingað til og Neytendasamtök- in hafa hvatt til þess að myndað- ur verði vettvangur til þess að ná þjóðarsátt eins og fyrir all- mörgum árum.“ svavar@frettabladid.is Verð hækkar hraðar en margir átta sig á ASÍ gagnrýnir Íslandspóst og Ríkisútvarpið fyrir að hækka gjaldskrár sínar. Prósentuhækkun á einum mánuði virðist ekki mikil en þýðir 113 þúsund króna hækkun á 20 milljóna króna húsnæðisláni. Verðbólgan ekki verið hærri í 18 ár. UPPBYGGING Húsnæðislán hafa hækkað gríðarlega vegna verðbólgu undangenginna missera. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Dæmi 1. Verðtryggt 20.000.000 króna fasteignalán m. jöfnum afborg- unum. Tekið í janúar 2005 til 25 ára með 4,15% föstum vöxtum. Fyrsta greiðsla í febrúar 2005 135.900 Greiðsla í september 2006 144.842 Greiðsla í september 2007 146.898 Greiðsla í september 2008 163.968 Frá því að lánið var tekið hefur mánaðarleg greiðsla af því hækkað um ríflega 28.000 krónur. Síðastliðið ár hefur mán- aðarleg greiðsla hækkað um ríflega 17.000 krónur. Eftirstöðvar lánsins eftir 43 gjalddaga eru ríflega 22.317.000. Dæmi 2. Ef 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans hefði haldið allt tímabilið: Fyrsta greiðsla í febrúar 2005 135.971 Greiðsla í september 2006 136.837 Greiðsla í september 2007 137.309 Greiðsla í september 2008 137.719 Eftirstöðvar lánsins eftir 43 gjalddaga tæplega 18.684.000 HÚSNÆÐISLÁN Í ÓÐABERÐBÓLGU JÓHANNES GUNNARSSON HENNÝ HINZ DÓMSMÁL Allir sakborningarnir í svokölluðu Keilufellsmáli neituðu sök við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjórir menn, þrír Pólverjar og Lithái, eru ákærðir í málinu fyrir að ganga illa í skrokk á sjö pólskum mönnum í Keilufelli í mars. Talið er að árásarmennirnir hafi verið tíu til tólf, en einungis fjórir eru ákærðir. Þeir beittu kylfum af ýmsum toga, hnífum og öðrum bareflum og vopnum og slösuðu marga alvarlega. Meintur höfuðpaur í málinu, Tomaz Jagiela, játaði þó að hafa verið á staðnum en hinir ekki. - sh Sakaðir um hrottalega árás: Allir neita sök í Keilufellsmáli MEINTUR HÖFUÐPAUR Lögregla telur að Tomaz Jagiela og félagar hans hafi verið að innheimta verndartoll í Keilufelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GEORGÍA, AP Bandarískt herskip lagði að höfn í Georgíu í gær, í hafnarborginni Batumi við Svartahaf. Rússar sendu hins vegar þrjú önnur herskip til annarrar hafnar í Georgíu. Georgíustjórn kallaði í gær heim alla starfsmenn í sendiráði sínu í Moskvu, að tveimur undanskildum. Daginn áður hafði Dmitrí Medvedev Rússlandsfor- seti viðurkennt sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu, tveggja héraða sem tilheyrt hafa Georgíu. Bandaríkjamenn höfðu upphaflega sagt að herskipið Dallas myndi leggja að bryggju í Poti, þar sem Rússar hafa herlið, en hættu við. - gb Bandarískt herskip í Georgíu: Georgía kallar heim erindreka BANDARÍKIN, AP Í dag tekur Barack Obama formlega við útnefningu sem forsetaefni Demókrata- flokksins á landsþinginu í Denver, sem hófst á mánudag. Aðalræðumenn kvöldsins í gær voru varaforsetaefnið Joe Biden og svo Bill Clinton, fyrrverandi forseti, sem margir demókratar óttuðust að myndi stela senunni af Biden. Strax í næstu viku hefst svo landsþing Repúblikanaflokksins. Fastlega er reiknað með því að John McCain muni tilkynna um varaforsetaefni sitt áður en landsþingið hefst, hugsanlega strax á morgun. - gb Landsþing demókrata: Obama út- nefndur í dag REYKJAVÍK Velferðarráð ákvað á fundi í gær að slíta viðræðum við Heilsuverndarstöðina ehf. um rekstur eftirmeð- ferðarheimilis fyrir fíkla í Norðlingaholti. Eigandi húsnæðisins hafði verið lýstur gjald- þrota, áður en ákveðið var í borgarráði að ganga til viðræðna við Heilsuverndarstöðina. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, vakti athygli á þessu á sínum tíma og hélt því fram að borgarráð hefði verið blekkt. Hann hefur hvatt til þess að samið verði við SÁÁ í staðinn. Velferðarráð skoðar nú önnur tilboð í verkefnið, og útilokar ekki tilboð SÁÁ. - kóþ Velferðarráð Reykjavíkur: Viðræðum við Heilsuverndar- stöðina slitið LÖGREGLUMÁL Tæplega 200 grömm af fíkniefnum fundust við húsleit í Hafnarfirði fyrr í vikunni. Aðallega var um að ræða kókaín, 170 grömm, og afgangurinn var amfetamín. Karlmaður á fimmtugsaldri var færður á lögreglustöð vegna málsins. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Efnin eru talin ætluð til dreifingar og sölu. Lögreglan vill minna almenn- ing á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. - jss Tæp 200 grömm af kókaíni: Fíkniefnasali handtekinn SVEITARSTJÓRNIR Byggðarráðsfull- trúinn Sveinbjörn Eyjólfsson í Borgarbyggð segir fráleitt að sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýra- sýslu beri við bankaleynd þegar hann neitar að upplýsa um lánveit- ingar sparisjóðsins til hlutafjár- kaupa í Icebank. „Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu hefur frá upphafi skýrt milljarðs króna lán til hlutafjár- kaupa í Icebank að það hafi verið veitt til lykilstjórnenda bankans. Ástæða er til að ætla að þessi skýr- ing sé í besta falli villandi og í versta falli ósönn,“ segir í bókun sem Sveinbjörn gerði á byggðar- ráðsfundi í gær. Sveinbjörn, sem kvað óþolandi að sveitarstjórnarmenn gætu ekki fengið upplýsingar um lánin, sagði nauðsynlegt að leiða málið til lykta og krefst enn svara. Hann spyr hversu stór hluti lánsins hafi farið til lykilstjórnenda Icebank, hversu stór hluti til stjórnarmanna í Ice- bank og í þriðja lagi hversu stór hluti lánsins hafi farið til annarra fjárfesta. Í samtali við Fréttablaðið í gær- kvöld sagði Sveinbjörn það sitt mat að þessi tiltekna lánveiting hefði verið upphafið að falli Spari- sjóðs Mýrasýslu, sem nú er kom- inn í meirihlutaeigu Kaupþings. - gar Byggðarráðsmaður krefst enn skýringa á lánveitingum Sparisjóðs Mýrasýslu: Segir svör sparisjóðs jafnvel ósönn SVEINBJÖRN EYJÓLFSSON Fulltrúi minni- hluta Framsóknarflokks í byggðarráði Borgarbyggðar segir upplýsingar spari- sjóðsstjóra vera villandi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON GENGIÐ 27.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,4522 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,23 82,63 151,98 152,72 121,31 121,99 16,263 16,359 15,295 15,385 12,912 12,988 0,7556 0,76 129,28 130,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.