Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 65

Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 65
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 45 Kvikmyndaverið Warner Bros. hefur stefnt indversku kvikmynda- veri vegna væntanlegrar kvik- myndar sem ber titilinn Hari Putt- ar – A Comedy of Terrors. Þykir forsvarsmönnum Warner Bros. titillinn óþægilega líkur myndun- um vinsælu um galdrastrákinn Harry Potter, sem kvikmyndaver- ið framleiðir og vilja að hætt verði við sýningu myndarinnar. Indverjarnir eru ekki sáttir við framvindu mála, þar sem myndin hefur verið lengi í undirbúningi en frumsýn- ing í Asíu er áætluð 12. september næstkomandi. Hari Puttar kemur göldr- um líka lítið við, en mynd- in ku fjalla um tíu ára dreng sem flyst til Bret- lands og þarf að endur- heimta leynilegan tölvukubb föður síns frá innbrots- þjófum. „Við skrásettum Hari Puttar tit- ilinn árið 2005 og það er óheppilegt að Warner hafi ákveðið að fara í mál svo skömmu fyrir frumsýningu myndarinnar okkar. Að mínu mati tengist eða líkist titillinn okkar Harry Potter ekki neitt,“ segir fulltrúi indverska kvikmyndaversins. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan skamms. Of líkt Harry Potter HARRY POTTER Warner Bros.-kvikmyndaverinu þykir titill myndarinnar um Hari Puttar of líkur Harry Potter. Jónína Ósk Lárusdóttir vinnur að listsýningu þar sem brjóst verða í aðalhlut- verki, en yfirskrift sýning- arinnar er Ein-stök-brjóst. „Ég verð með eitt hundrað svart- hvítar ljósmyndir af kvenmanns- brjóstum á sýningunni. Þetta verða bara fallegar myndir, tekn- ar rétt yfir barminn og alveg nafn- lausar,“ segir Jónína Ósk Lárus- dóttir, grafískur miðlari, um listsýningu hennar þar sem brjóst verða í aðalhlutverki. „Konurnar verða á öllum aldri, þó að ég vilji ekki fara of neðar- lega í aldri. Sú elsta sem hefur til- kynnt þátttöku sína er áttræð og alveg fjallhress með að koma til mín,“ segir hún og brosir. Mynda- taka verður í höndum ljósmyndar- ans Írisar Jóhannsdóttur og mun Matthildur Lárusdóttir aðstoða við tökurnar. Mikill áhugi hjá konum Hugmynd Jónínu kviknaði út frá hugsunum um brjóstakrabba- mein. „Amma mín fékk brjósta- krabba fyrir nokkrum árum og núna nýlega var ein vinkona mín að greinast líka. Það er eiginlega kveikjan að þessu og sýningin er tileinkuð öllum konum sem hafa lent í þessu,“ útskýrir Jónína. „Hugsunin á bak við sýninguna er sú að við erum allar með einstök brjóst, hvernig sem þau eru í lag- inu og sama hvort við séum með eitt, tvö eða ekkert,“ bætir Jónína við. Þegar hafa um fimmtíu konur lýst yfir áhuga á að sitja fyrir á myndum. „Það er breið flóra í þeim hópi, sumar hafa misst brjóst og látið fylla upp í, aðrar eru ekki með neitt,“ útskýrir Jónína. Safnað fyrir tækjum Myndirnar verða til sölu og vonast Jónína til að geta notað fjármagn- ið sem þannig safnast í tækjakaup fyrir Landspítalann og í fræðslu- efni. Hún mun einnig fá hóp lista- manna til liðs við sig til að túlka hugmyndina enn frekar og verða verk þeirra boðin upp á uppboði. „Ég er líka að leita að styrktaraðil- um, allir styrkir eru mjög vel þegnir,“ segir hún. Sýningarstað- ur er sem stendur óráðinn, en Jón- ína stefnir á að geta opnað sýning- una í október, sem er mánuður brjóstakrabbameins. „Ef þú veist um brjóst sem gætu verið hluti af verkefninu er bara um að gera að hafa samband á einstokbrjost@ gmail.com,“ segir Jónína. sunna@frettabladid.is Einstök brjóst á listsýningu BRJÓST Á LISTSÝNINGU Jónína Ósk Lárusdóttir, til hægri, hyggst sýna 100 myndir af kvenmannsbrjóstum á listsýningu í október. Með henni á myndinni er Dagný Erla Gunnarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við leitum að duglegu starfsfólki í verslanir okkar. Við leggjum mikið upp úr því að starfsfólki okkar líði vel í vinnunni og rekum öflugt félagslíf. Einnig nýtur starfsfólk fjölda fríðinda. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára. Umsækjendur fylli út umsókn á www.10-11.is eða hafi samband við verslunarstjóra í næstu verslun. Skemmtileg vinna með skemmtilegu fólki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.