Fréttablaðið - 28.08.2008, Page 13

Fréttablaðið - 28.08.2008, Page 13
FIMMTUDAGUR 28. ágúst 2008 13 SIMBABVE, AP Robert Mugabe Simbabveforseti segist munu mynda nýja ríkisstjórn fljótlega, með eða án þátttöku stjórnarandstöð- unnar. Ríkisfjölmiðl- ar höfðu eftir Mugabe í gær að hann myndi senn skipa nýja stjórn, sem fulltrúum stjórnarandstöð- unnar væri velkomið að ganga til liðs við. En í dagblaðinu The Herald segir að stjórnarandstöðu- leiðtoginn Morgan Tsvangirai „virtist ekki vilja taka þátt“. Viðræður um myndun þjóð- stjórnar hafa strandað á ágrein- ingi um það hve mikið vald Mugabe skuli láta af hendi. Á þriðjudag kom þing landsins saman, en það er nú í fyrsta sinn skipað stjórnarandstæðingum að meirihluta til. - aa Stjórnarkreppan í Simbabve: Mugabe boðar nýja stjórn ROBERT MUGABE FLÓTTAFÓLK Undirbúningur komu palestínska flóttafólksins til Akraness er á lokastigi, en fólkið er væntanlegt snemma í næsta mánuði. Í kvöld verður haldinn fundur með væntanlegum stuðningsfjölskyldum. Anna Lára Steindal, fram- kvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða kross Íslands, segir fundinn í kvöld mikilvægan. „Þar verður farið yfir bak- grunn fólksins og þær aðstæður sem það hefur búið við. Þá verður farið yfir hlutverk stuðningsfjöl- skyldna, að svo miklu leyti sem það er hægt,“ segir Anna Lára. Fundurinn verður í Þorpinu og hefst klukkan 18.00. - kóp Flóttafólk á Akranesi: Stuðningsfjöl- skyldur funda AKRANES Þeir sem hafa hug á að gerast stuðningsfjölskyldur flóttafólksins geta mætt á fundinn í kvöld. MYND/SVIPMYND BYGGÐAMÁL Siglingastofnun framkvæmir nú umfangsmiklar rannsóknir vegna fyrirhugaðrar stækkunar Húsavíkurhafnar. Áform eru uppi um stækkun svo höfnin geti þjónað væntan- legu álveri á Bakka. Rannsóknirnar felast í mælingum á öldum í núverandi höfn og við fyrirhugaðan brimvarnargarð. Þá eru mældar hreyfingar súrálsskips en slík skip eru viðkvæm fyrir svo- nefndum sogahreyfingum í hafinu. Mælingarnar fara fram í líkanstöð Siglingastofnunar. - bþs Stækkun Húsavíkurhafnar: Mæla öldur og skipshreyfingar ALASKA, AP Ísinn á Norður-Íshafi hefur nú þegar hopað meira en eftir sumarið 2005. Það ár var umfang ísbreiðunnar næstminnst frá upp- hafi mælinga. Þar sem ísinn mu bráðna í nokkrar vikur enn stefnir í að metið í samdrætti ísbreiðunnar, frá því í í fyrra, verði slegið í ár. Þetta sýna nýbirtar niðurstöður mælinga Snjó- og ísmælingamið- stöðvar Bandaríkjanna (U.S. Nation- al Snow and Ice Data Center). Umfang ísbreiðunnar á Norður- Íshafi í lok sumars hefur minnkað niður í um 4,3 milljónir ferkíló- metra, en það er um 40 prósentum minna en langtímameðaltal áranna 1979-2000. Loftslagssérfræðingar hafa spáð því að ísinn muni halda áfram að skreppa saman og Norð- ur-Íshaf verði hugsanlega orðið alveg íslaust á sumrin frá árinu 2030 og hugsanlega fyrr. Þetta myndi opna nýjar siglingaleiðir frá norðanvertu Kyrrahafi til norðan- verðs Atlantshafs. Við þessar breyt- ingar væri Ísland vel í sveit sett til að hýsa umskipunarhafnir fyrir skipaflutninga eftir þessum leiðum. Talsmenn umhverfisverndar- samtaka lýsa áhyggjum af hinni hröðu bráðnun Norðurskautsíssins. Hún sé til vitnis um hröðun lofts- lagshlýnunar, sem leiði til þess að lífræn efni í þiðnandi sífrera norð- urslóða losi enn meiri gróðurhúsa- lofttegundir út í andrúmsloftið, sem aftur auki enn á loftslags- hlýnunina. - aa Stefnir í metsamdrátt ísbreiðunnar á Norður-Íshafi í haust: Norðurskautsísinn hopar hratt AÐ BRÁÐNA Þegar ísinn hopar minnkar sólarendurskin, sem eykur hlýnun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP/NASA MENNTUN Aðsókn í kvöldskóla framhaldsskólanna hefur heldur dregist saman síðustu ár. Frá árinu 2001 til ársins 2007 fækkaði kvöldskólanemum úr 2.439 í 1.962, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Aðalheiður Dröfn Eggertsdótt- ir, deildarstjóri öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð, telur skýringuna margþætta. Til dæmis ljúki nú mikill meirihluti nemenda námi í dagskóla, eða um níutíu prósent, og háskólarn- ir séu farnir að bjóða inngöngu að loknu frumgreinanámi, í stað stúdentsprófs. - gh Fimmtungsfækkun nemenda: Minni aðsókn í kvöldskóla Kærir sparkvöll á leiksvæði Íbúi í Skildinganesi í Skerjafirði hefur kært gerð sparkavallar á skilgreindu útivistar- og leiksvæði milli Bauga- ness, Bauganestanga og Skildinga- ness. Íbúinn telur sparkvöllin rýra gæði og verðmæti eignar sinnar. REYKJAVÍK Þyrlupallur fyrir sjúkraflug Byggingarnefnd nýs háskólasjúkra- húss vill að gerður verði þyrlupallur fyrir sjúkraflug við boðaða samgöngu- miðstöð í Vatnsmýri. Til greina hafði komið að gera þyrlupall á sjúkrahúsið sjálft en það mun aðeins henta fyrir stærstu þyrlur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.