Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 13
- 19 -
foringi og Krupp fallbyssusmiður líta alt öðrum augum á
þetta mál, en umkomulausir ástvinir, sem með örvæntingu
hugsa til feðra sinna, eiginmanna, bræðra og sona á víg-
vellinum, sem keyrðir eru þar út í opinn dauðann til þess
að drepa aðra menn, sem þeir eiga ekkert sökótt við og
engin deili vita á. Og þannig hefir þetta ætíð verið. Machia-
velli, Maltus og fl. komust að alt annari niðurstöðu'um or-
sakirnar en þeir Rousseau, Tolstoj, Krapotkin, Morris og
Henry George, og er auðsætt, að það er skilningur þessara
manna á mannlífinu og lögmálum þess, sem skiiur þá. Og
jafn augljóst er hitt, að það sem skilur úrlausnir stóreigna-
mannanna frá úrlausnum réttindalausra og umkomulausra
daglaunamanna, §r fyrst og fremst aðstaða þeirra í mann-
félaginu. Einn skellir skuldinni á drottnendur þjóðanna, keis-
ara, konunga og ráðaneyti þeirra, ofstopa þeirra, undirferli
og kúgun. Aðrir skella skuldinni á stéttaskipunina, her-
mannastéttina, aðalinn, stóriðnaðarkongana, millíónaspekú-
lantana o. s. frv. Enn aðrir skella skuldinni á hinn vopn-
aða frið, herbúnaðinn, ríkisskuldirnar. Margir þykjast finna
fullgildar orsakir í náttúrlegum og ólíkum þjóðernum og
kynkvíslum mannanna, sem hljóti að keppa hvert við ann-
að, útrýma hvert öðru og gera stríðið þannig óumflýjanlegt
og jafnvel rjettmætt. Og loks eru þeir, sem skella skuld-
inni blátt áfram á guð og lögmál lífsins, segja að jarðlífið
sé nú svona gert, náttúran framleiði hvervetna meira líf en
lífsskilyrði, og stríðið og aðrar hörmungar mannlífsins sé
meðöl náttúrunnar til þess að tempra ofvöxt lífsins. (Maltus
prestur.)
Síðasttalda úrlausnin er hin versta og fólslegasta, því hún
er sama sem að neita allri framsókn og umbótum, en gera
guð að illgjörnum og bruðlandi harðstjóra. í hinum úr-
lausnunum öllum er einhver sannleiksneisti, en ekki held-
ur meira. Orsakirnar liggja dýpra. Sé ofstopa drottnend-
anna um að kenna, er það þá ekki vegna þess, að menn-
irnir sjálfir hafa, með skipulagi, sem þeim er sjálfrátt, feng-
ið þeim of mikið vald, nema svo sé, að vald þeirra sé
2*