Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 32
- 38
á síarfsafli hans í einn dag, viku, mánuð, missiri, ár eða
alla æfi, meðan hann er starffær. Pessi kenning jafnaðar-
manna bregður skörpu Ijósi yfir muninn á markaðsverði
hinna ýmsu stétta. Eins og hvér bjálki af sænsku timbri
hlýtur að vera dýrari upp í sveit á íslandi heldur en þegar
hann lá nýfeldur í skógarjaðrinum, því að allur kostnaður
við flutninginn hlýtur að leggjast á hann, svo verður einn-
ig að gjalda meira fyrir vinnu læknisins heldur en vega-
vinnumannsins. Annar þarf engan undirbúning, hinn 10 —
12 ára nám, sem er óhjákvæmilegt til þess að geta leyst
starfið af hendi. Markaðsverð á starfsafli læknisins er þess-
vegna miðað við það, hve dýrt er að skapa og viðhalda
manni með slíkri færni. Ef mannlegur vilji réði markaðs-
verði vinnunnar, þá væri ekki óhugsandi að í einhverju
læknishéraði yrði farið fram á að fá lækni fyrir venjulegt
vinnumannskaup. Sú ósk mundi bera lítinn árangur. Eng-
inn læknir fengist fyrir það. Og þó allir menn í heiminum
kæmu sér saman um, að óska eftir læknisvinnu fyrir svo
lágt gjald, þá hefði það ekki önnur áhrif en þau, að enginn
maður legði stund á læknisfræði og sú fræðigrein dæi út.
Menn sæu þá ótal betri vegi til að ávaxta peninga, heldur
en að eyða þeim í læknisfræðisnám, sem engan arð bæri.
Nú mundu auðvaldssinnar spyrja: »Hefir þá hlutfallið
milli framboðs og eftirspurnar enga þýðingu?« Jú, nokkra,
en yfirleitt mjög lítilfjörlega. Sé framboð og eftirspurn jafnt,
þá kemur fram meðalverðið, sannvirðið, framleiðslukostn-
aðurinn. Sé frambóðið meira en eftirspurnin, lækkar varan
lítið eitt í bili. Og sé eftirspurnin meiri en framboðið, hækk-
ar varan lítið eitt yfir sannvirðið. Hversvegna þetta er ætíð
mjög lítilfjörlegt á hvorn veginn sem er, verður útskýrt
síðar.
Nú hefir lauslega verið skýrt frá kenningum auðvalds-
sinna og jafnaðarmanna um markaðsverð. I augum jafnað-
armanna hefir vinnan úrslita-áhrif á verð hlutanna, en fram-
boð og eftirspurn lítilfjörleg stundar-áhrif eins og vindblær-
inn sem gárar yfirborð hafsins, svo að öldudalurinn verð-
ur lítið eitt lægri og ölduhryggurinn örlítið hærri heldur en