Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 84
- 90 -
Nýjar
sfefnur.
er 15 kr. — Það þótti kapítalistum of hátt og færðu það
niður í 12 kr. — en þá var gert verkfall.
Af þessu kaupi þurftu verkamennirnir að greiða jafn-
mikið og jarðeigendurnir til opinberra þarfa, að því leyti
sem skattar eru óbeinir — þ. e. tollar á nauðsynjum.
Pað er nú engin furða þó að ýmsar kenning-
ar risu upp á 19. öldinni til þess að bæta úr
óréttinum og jafna mismuninn — og góðir og
réttsýnir menn bentu á ráð til að draga úr fátæktinni, en
auðga þjóðina í heild.
Alkunnastar eru skoðanir jafnaðarmanna, er gengu svo
langt í sínum fylstu kröfum — að heimta afnám eigna-
réttarins; og vildu að þjóðfélagið léti reka allan iðnað og
framleiðslu yfirleitt, en greiddi hverjum einstaklingi fyrir
vinnu sína, eftir því sem hann iegði sig fram, o. s. frv. —
Þetta hefir eigi reynst vel framkvæmanlegt; en ýmsar aðrar
greinar jafnaðarmenskunnar hafa mjög rutt sér til rúms á
sfðari áratugum og unnið stórmikið í áttina — en það eru
verkamannafélögin, framleiðslufélág bænda og iðnaðar-
manna, og verzlunarfélög meðal alþýðu, tryggingarsjóðir
og stofnanir. — Ef til vill vík eg nánar að þessu síðar.
En nú næst kem eg að aðalefni þessa erindis — og skýri
frá þeirri kenningu, sem kom fram á síðasta fjórðungi 19.
aldar til þess að lækna þau mein, sem eg drap á — á
þann hátt að opna almenningi greiðari aðgang að jörðunni,
auðsuppsprettunum, með gagngerðri breyting á skatta-
löggjöfinni.
,, Sú stefna var einkum kend við amerískan rit-
Henrv
r J höfund og þjóðmegunarfræoing Henry George.
a ' F*ó höfðu einstöku menn bent á þessa leið fyrri
en hann, s. s. Riccardo, H. Spencer, Stuart Mill og fl.
H. G. er fæddur 1839, og bjó fyrstu ár æfi sinnar í San
Fransiscó og hafði ofan af fyrir sér með daglauna-atvinnu.
Um það bil fundust gullnámurnar í Californíu, og þá var
sem óðast verið að nema land í vesturfylkjum Bandaríkj-
anna. Eftirspurnin var gýfurleg, einstöku menn náðu tök-
um á stórum svæðum, okruðu á þeim og urðu grósserar.