Réttur


Réttur - 01.07.1917, Side 2

Réttur - 01.07.1917, Side 2
4 Réttur öld), og enn skortir mjög á, að hún hafi náð á mönn- um fullum tökum. Menn eru jafnvel ennþá svo fullir hleypidóma, að þeim finnst t. d. líftrygging manna ým- ist ganga guðlasti næst, eða þá að þetta sé að ögra dauðanum og jafnvel til þess fallið að ala óskir um feigð líftryggðra manna í hugum erfingjanna. En sem betur fer, þverra slfkir hleypidómar óðum. Og því meir sem at- hafnalíf þjóðarinnar éflist, því almennari viðurkenning fæst um mikilvægi trygginganna. Viðskiftalífið hefir knú- ið húseigendur flesta í kaupstöðum til þess að vátryggja hús sín, hvort sem þeim var það Ijúft eða leitt, og nú er á komin skylduvátrygging í kaupstöðum í Brunabóta- félagi íslands. En vátrygging sveitabæja útbreiðist líka hröðum fetum, og alt bendir á, að slíkum tryggingum fjölgi eftir því sem umsýsla og fjármáiaþroski vex hjá ' almenningi. Menn leitast jafnan við að tryggja gegn hættum þær eignir, sem hafa í sér fólgið þýðingarmikið verðmæti, annaðhvort einstök eign eða samsafn smærri eigna. Hús og mannvirki eru vátrygð af því að þau eru nauðsyn- legur arðstofn, beint eða óbeint, fyrir eigandann, og sömuleiðis vélar, verkfæri, skip og vörur. Og af því að vinnukraftur mannsins er mikilsvert verðmæti, er hann einnig trygður af mörgum. Pví líftrygging er ekkert ann- að en keyptur réttur til skaðabóta fyrir misstan (dauðan) vinnukraft. Með því nú, að það er viðurkend nauðsyn að tryggja alla þessa arðstofna fyrir tjóni eða glötun, þá liggur það í augum uppi, að sama gildir um aðra arð- stofna, sem hagur manna grundvallast á. Sveitabæir og húseignir, sem notaðar eru við ábúð jarða, eru nú víða trygð gegn eldsvoða, og þeim mönn- um fjölgar öðum, sem það gera, eins og áður er sagt. Og þetta er hin mesta framför. Þó er hér ekki trygt ann- að af eignum sveitabóndans en það, sem kalla mætti ó- beinan arðstofn. Megin-arðstofn hans, sem mestallur hag-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.