Réttur - 01.07.1917, Blaðsíða 4
6
Réttur
háar. Auk þess er svo uppgjöfin öl! og vonleysið, trú-
.leysið á landið og framtíðargengið og svo hugsýkin öll
yfir bölum skepnanna og dauðastríði. Að þessu leyti er
landbúnaðarsaga vor raunasaga. Og þetta hefir átt meiri
þátt en margur hyggur, í því að drepa úr þjóð vorri
kjarkinn og trúna á giftu sjálfrar sín, fyrir utan alt hið
afskaplega beina fjármunatjón. það er sjálfsagt ekki of
máelt, að þjóð vor hefði verið auðug og fullvalda þjóð,
ef henni hefði tekist að afstýra að fullu þessum háska.
En það hefir ekki lánast alt fram á þennan dag.
Margir hafa þó fundið sárt til þessa ástands, bæði fyrr
og síðar, og reynt að finna ráð til bóta, ekki .vantar það.
En ennþá hefir þó ekkért ráð verið upp tekið, sem að
fullu haldi kemur. —
Fáum dylst, að ísland er gott búfjárræktariand. Engum
manni með viti mundi því til hugar koma að leggja það
til, að búfjárrækt legðist niður og annað væri upp tekið
í hennar stað. Og nú á seinni tímum hafa margir leitað
svars við þessari spurningu í fullri alvöru: Polir búfjár-
ræktin á íslandi ekki að leggja á sig þann kostnað —
eins og aðrar atvinnugreinir, — að tryggja búféð gegn
arðmissi og dauða?
Allir hljóta að svara þessu játandi. Annars væri búfjár-
ræktin hæpin atvinnugrein. Og úr því að menn hafa haft
ráð á því að lifa með áföllin öll saman og tryggingar-
leysið, alt fjármunatjónið og skapraunirnar, þá hljóta
menn að hafa ráð á því að lifa án þessa, þó að það kost-
aði töluvert.
En hitt er annað mál, að meira þarf heldur en orðin
tóm til að finna hagfelda skipun búfjártrygginga gegn
fóðurskorti og afleiðingum hans, — skipun, sem örugg
reyndist og næði tilgangi sínum. Reynslan sýnir, að þetta
hefir gengið erfiðlega. F*ví margar hafa verið ráðagerðir
og tillögur um þetta vandamál og ýmsar tilraunir gerð-
ar. En alt hefir setið við sama.
Sjálfsagt hefir ýmsum dottið í hug að viðhafa svipaða