Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 20

Réttur - 01.07.1917, Page 20
22 Réttur unum og menningarstefnum, sem drottnuðu um alla álfuna, hver á sínum tíma. Dögunin i þjóðlífi okkar var einnig erlendum áhrifum að þakka. Allir endurbótamenn okkar vöknuðu erlendis og fylgdu heimsskoðun og stjórnmálastefnu síns tíma. Nægir þar að benda á Magnús Stephensen, með skyn- semistrú og almenna nytsemdarkenning 18. aldar, og Fjölnismenn, þrungna af eldmóði rómantísku stefnunnar og þjóðernisrækt sinna tima. II. Ef við viljum skygnast að framtíð þjóðar okkar, verð- um við að líta út yfir pollinn, að þeim menningarhreyf- ingum, sem mest ber á í nútíð og nánustu fortíð. Nítjánda öldin var öld hinnar frjálsu samkepni og ein- staklings-frelsis. Saga hennar er sagan um það, hvernig einkaréttur varð að víkja fyrir almennum rétti, og löghöft fyrir einstaklingsfrelsi. Undirokuðu þjóðirnar rísa undan oki yfirþjóðanna, til þess að geta barist óháðar til vegs og gengis. Einkaréttur konunga og æðri stétta, til að ráða landslögum, er afmáður, og völdin fengin alþjóð manna. Einkaréttur til atvinnu á að hverfa, en fult athafnafrelsi að ráða. Og öllu öðru frernur á einkaréttur vissra skoð- ana og kenninga, yfir hugum manna og máli, að hverfa úr sögunni. Allir eiga að fá ieyfi til að hugsa, tala og rita eftir sínu viti, svo að alt mannvit geti barist frjálsri samkepni, og hver leitað sannleikans á sinni götu. Víðast hvar hefir frelsið sigrað — á yfirborðinu. Allir þykjast fylgja frelsíshugsjónunum, þæreru búnar að sigra múgitin. En múgurinn hefir einnig sigrað þær og beygt undir forna hætti og venjur. Og eins og nú er komið,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.