Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 26

Réttur - 01.07.1917, Page 26
28 Réttur VI. Eg hefi nú farið ærið langa sjóferð með lesendur mína, til að gæta strauma þeirra, sem^eru á leið hingað, utan úr mannhafi. Skulum við nú litast um heima og sjá hvar hinir nýju straumar hafa snortið land. Fyrir síðustu aldamót má svo að orði kveða, að ein- staklingshyggja væri einráð í stjórnmálum og atvinnu- málum, raunsæisstefna í skáldskap og ýmist bókstafstrú eða trúleysi í trúmálum. — En um og fyrir aldamótin fer þetta að breytast — raunsæisstefnan víkur fyrir nýrri hugsæisstefnu í skáldskapnum *. Við eignumst tvo heim- spekinga, sem báðir fjarlægjast meir og meir efniskenn- inguna. Ýmsar hreyfingar hefjast í trúmálum, sem ýmist brjóta mjög niður bókstafstrú, og unna andlegu frelsi (Nýja guðfræðin; andatrúin), eða eru mjög hluttækar í daglegu lífi (Hjálpræðisherinn, K. F. U. M.). Allar stefna þær í samúðaráttina. Ungmennafélögin hafa lagt landið undir fót sinn. Pau hafa bundið allan betri lúuta œskulýðsins föstum Samúð- arböndum. Og þau eru frjóangar hins nýja tíma. Ef þau ná að vaxa, munu þau lyfta félagsdygðum svo úr moldu, að þær kæfi sérgæðingsháttinn í skugga sínum. — í at- vinnumálum og almennum félagsmálum hefir samvinnu- stefnan gripið föstum tökum gegnum samvinnufélags- skapinn í sveitum (kaupféiög, rjómabú og sláturfélög) og jafnaðarstefnan í kauptúnum. þar er þegar orusta milli einstaklingshyggju og samvinnustefnu; sú orusta er sér- staklega hörð í verzlunarmálum. Víðsvegar um landið berjast kaupfélagsmenn og kaupmannasinnar um það, hvort verzlunararðurinn eigi að lenda í höndum örfárra kaupmanna, eða dreifast um og auka almenna hagsæld. í kaupstöðum vilja jafnaðarmenn, sem þeim er títt, ná völdurn í hæjarstjórninni. Og þeim. miðar ávalt að því * Sbr. yngri sögnr I-. I I. Kvarans og bækur yngri höf. okkar, er á clönsku lita. , r

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.