Réttur - 01.07.1917, Side 34
36
Réttur
ég kom að jörðinni, gróðurlitlar og gráar af sinu, nema
smáblettir, sem menn höfðu reynt að höggva úr, hér og
þar, enda fékk ég fyrstu árin úr þeim að eins 50 hesta
af lélegu heyi, og varð ég því að sækja heyskap Iangt
upp í heiði. Þó það væri bót í máli, reyndist það frem-
ur érfitt fátækum frumbýlingi. Nú eru engjamýrarnar af-
girtar og fráskildar þannig bithaga. Ég hefi með löng-
um og dýrum skurðum náð vatni úr ánni upp á mýr-
arnar og tekizt að halda þessu vatni á þeim með mörg-
um görðum og öflugum. Graslagið í mýrunum ger-
breyttist á fám árum við þetta. Nú eru þær afbragðs
engi og gefa af sér í meðalári 300 hesta af ágætis heyi.
Pegar ég tók við jörðinni, fóðraði túnið 1 kú og laklega
1 hest og engjarnar heima um 30 kindur, og var vond-
ur ásetningur. Nú seinustu árin hefi ég haft á fóðrum 5
kýr, 5 hesta og um 200 fjár, og á þó í fyrningum von-
andi um 100 hesta. Allan kostnað við þessar jarðabætur
hefi ég sjálfur annast og borgað og ekki fengið nokk-
urn eyri frá jarðeiganda. Fyrstu árin var landskuldin 4
sauðir veturgamlir og leigur eftir hálft annað kúgildi.
En ég fékk ekki jörðina byggða nema til fjögurra ára í
einu, og í hvert sinn er þau vóru útrunnin, reyndi eig-
andi að hækka landskuldina. Pegar hann sá, hve þolan-
lega mér farnaðist og að jörðin batnaði í mínum hönd-
um, notaði hann tækifærið í hvert sinn til þessa, annars
hótaði hann því að hrekja mig burtu. En ég varð alltaf
að siaka til, því með því bjóst ég við að ég fengi þó
lengi nokkuð að njóta handaverka minna og árangurs af
kostnaði mínum; mér fannst það svo sanngjarnt og
sjálfsagt, að mér virtist eiginlega óhugsandi, að hann
Davíð á Sólheimum gæti nokkurntíma fengið af sér að
ýta mér burtu, þar sem hann þurfti ekki sjálfur á jörð-
inni að halda, og í því trausti baslaði ég í öllum þess-
um framkvæmdum. En með þessu móti tókst honum
smám saman að færa landskuldina upp um helming, svo
nú er hún orðin 8 sauðir, og er vitanlega ekki of há,