Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 35

Réttur - 01.07.1917, Page 35
37 Abúð og leiguliðaréttur þegar miðað er við verðmæti jarðarinnar, eins og hún er nú. En nú kemur það einmitt, sem er mergurinn máls- ins. Núna um jólaleytið kom Davíð gagngert að íinna mig og tiikynnti mér, að sér byðist nú kaupandi að Skuggabjörgum frá næstu fardögum, og vildi hann ó- vægur selja. En hann gat þess um leið, að ég hefði kaupréttinn, ef ég vildi. Ég spurði hann, hvað jörðin ætti að kosta. Hann kvað sér boðnar 4500 krónur fyrir hana og úr því væri ekki að þoka. Ég spurði hann þá, hve mikið ég ætti að fá fyrir þær jarðabætur, sem ég h§fði gert á Skuggabjörgum. Hann svaraði því nokkuð óákveðið, en sagði þó, að sjálfsagt væri að taka sann- gjarnt tillit til þeirra við úttekt jarðarinnar og afhend- ingu. En inér þótti verðið hátt og allt þetta nokkuð svona á hálku, svo ég afsalaði mér kaupunum, enda stóð svo einkennilega á, að ég var rétt nýbúinn að erfa jörð vestur í Húnavatnssýslu. Jörð þessi er laus úr á- búð í vor, og konan mín, sem er ættuð þaðan, vildi ó- væg vestur. Ég var ekki heldur á móti því; jörðinergóð og talsvert rýmri en Skuggabjörg, og það reið nú bagga- muninn, enda ætlum við að flytjast vestur í vor. — En nú langar mig til að leita ráða hjá þér um, hvaða kröf- ur ég á að gera til endurgjalds á jarðabótunum við úttekt- ina í vor. Bjarni: Töluðuð þið ekki nánar út í þetta? Ari: Jú, dálítið. Ég reyndi að grafast fyrir það, hvað honum þætti sanngjarnar bætur, en hann fór lengi und- an í flæmingi. Loksins talaði hann þó nokkuð ljósara. Hann minnti mig á það, að ég hefði fengið 290 króna álag á jörðina, þegar ég tók við henni. Nú mundi hann telja mig sleppa sæmilega, ef ég þyrfti ekki að svara á- lagi og fengi auk þess eftir mati borgaða engjagirðing- una, sem öll er gaddavírsgirðing. Oarð ú'r torfi og grjóti umhverfis gamla og nýja túnið, slétturnar, vatnsveitu- skurðina og flóðgarðana kvaðst hann engu vilja bæta. Bjarni: Pú hefir ekki viljað fallast á þetta.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.