Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 37

Réttur - 01.07.1917, Síða 37
Ábúð og leiguliðaréttur 39 Ari: Ég get svo sem búizt við því. En mér datt svona í hug, að þú kynnir að þekkja einhvern lagastaf, sem stutt gæti rétt minn í þessu efni. Því ég get ekki varizt þeirri skoðun, að réttur minn sé hér fyrir borð borinn. Bjarni: Já, meir en svo, — það er ekkert vafamál. — En hinu er álíka fljótsvarað. Ábúðatiög okkar eru þann- ig úr garði gerð, að þar kemur fram furðulegt misrétti og réttleysi hreint og beint gagnvart leiguliða, ef. sýnd er óhlífni. — Ég get ekki stillt mig um að taka þetta dæmi' um þig og leggja það fyrir á dálítið Ijósari hátt. . Jörðin, sem þú hefir búið á, er eign Davíðs á Sól- heimum, og þessa eign hans hefir þú haft á leigu. Eign- in var arðstofn, og arðurinn var: árleg landskuld af henni. Landskuldin var leiga af höfuðstól. Jörðin, sem eigandinn seldi þér á leigu, var höfuðstóllinn. F*ú hefir goldið skilvíslega leiguna af höfuðstólnum á hverju ári. Af því leiðir, að höfuðstóllinn hefir ekki sem leigufé get- að vaxið. F’ví af hverju átti hann að geta vaxið, þegar vextirnir (leigan) vóru aldrei lagðir við hann. Reyndar heldur eigandi því sjálfsagt fram, að höfuðstóll þessi hafi í sjálfu sér vaxið í verði á 20 árum, — með öðrum orðum, að fyrir ýmsa rás viðburðanna sé nú meira fé boðið fyrir þennan höfuðstól eins og hann var, heldur en þá var gert. Látum nú vera, að eitthvað geti stund- um verið hæft í þessu. En hér getur það naumast kom- ið til greina. í fyrsta lagi af því, að jörðin var í aumasta ástandi, þegar þú tókst við henni, og væri hún í sama ástandinu nú, mundu fæstir bjóða mikið fé í hana, þó nú sé það gert, af því að hún hefir gerbreyzt. Og í öðru lagi af því, að með síhækkandi afgjaldi er fyllilega tekið tillit til þessarar hugsanlegu verðgildishækkunar jarðar- innar (höfuðstólsins), og þess vegna útilokuð öll deila um það atriði. Pessum höfuðstól, sem þú veittir við- töku, átt þú nú að skila eiganda samkvæmt löglegum fyrirvara. Engu öðru ber þér að skila samkvæmt náttúr- Jegvim viðskiftavenjum. F’að, sem eftir réttu og afdráttar-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.