Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 50

Réttur - 01.07.1917, Síða 50
52 Réttur af. Ég býst við, að lögin gangi út frá þvi sem sjálf- sögðu, og vænti líka, að enginn sé svo óþjóðrækinn, að hann játaði opinberlega, að hann vildi að þjóðfélagið seldi eigrF%ína sér í skaða. Að sjálfsögðu fer fram mat á hverri jörð og ætla ég í þessu sambandi að ganga fram hjá þeim agnúum, sem ég hér að framan hefi búist við að myndi mæta þeim, sem slík matsstörf hefði með höíidum. — Oeri ég því ráð fyrir, að þeir kæmist jafnaðarlega að viðunandi nið- urstöðu um verð á jörðinni, eins og henni er háttað, þegar matið fer fram. En frá sjónarmiði seljanda tel ég það viðunandi á þeirri stundu, ef verð jarðarinnar gefur eins mikla vexti sem höfuðstóll, eins og jörðín myndi leigjast fyrir á sama tíma. Er þá seljandinn skaðlaus, meðan svo stendur, en lengur ekki. Hér er margs að gæta. Fyrst og fremst má benda á það, að það, sem metið er og selt undir einu nafni — jörð — er næsta sundurleitt í eðli sínu. Flestum jörðum fylgja meiri og minni mannvirki, sem ganga frá einum ábúanda til annars, eins og önnur jarðarinnstæða. Til þess má telja jarðarhús, vörn fyrir túni og engi o. s. frv. að því leyti, sem slíkt er ekki séreign Ieiguliða. Öll slík mannvirki ganga úr sér og falla í verði með tíman- um, enda þótt þau haldi notagildi sínu. Öðru máli er að gegna um eiginleika jarðarinnar frá náttúrunnar hendi, svo sem alt, er snertir jarðveg og frjósemi, hlunnindi öll, afstöðu í bygðarlagi o. s. frv. Pessi frumgœði, sem svo mætti nefna, eru þess eðlis, að verðgildi þeirra stíg- ur og fellur með stefnu og gengi þess atvinnuvegar, sem á þeim byggist. Nú er landbúnaður hér á landi altaf í vaxandi gengi og því eykst eftirspurn eftir jarðarafnot- um og öll náttúrugæði stíga í verði, án þess eigendur þeirra stuðli sérstaklega að. Sé nú litið á afstöðu seljanda frá þessu sjónarmiði, þá liggur í augum uppi, að þótt hann selji jörð sína sér að skaðlausu, samkvæmt framansögðu, á þessu ári, þá eru

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.