Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 51

Réttur - 01.07.1917, Page 51
Þjóðjarðasala og landleiga 53 allar líkur til að eftir 2 —3 ár myndi nýtt mat á jörðinni leiða í Ijós, að hún hefði hækkað í verði, og svaraði þá hærri leigu en áður, en vextir af söluverði jarðarinnar stæði í stað, og er þá því hlutfalli raskað, sem áður var sýnt fram á, að væri skilyrði fyrir skaðlausri sölu. Er ég þá kominn að aðalniðurstöðu þessa máls, sem sé þeirri, að þrátt fyrir það, þó hægt sé að seljajörðað skaðlausu i bili, þá kemur það fram, að jarðeign er alt antiars eðlis sem leiguberandi höfuðstóll, en söluverð hennar á einum ákveðnum tíma í peningum. Aðgætandi er, að með skilyrðislausri sölu eru látin af hendi, um ald- ur og æfi, öll þau frjómögn og velmeguriarskilyrði, sem í náttúrunni búa á þeim stað, og ef að ætti að meta þau, þá dygði ekkert »10 ára fneðaltal« í fortiðinni; að láta eftirspurnarverð í nútíðinni ráða, hrekkur eigi til heldur, eins og búið er að sýna fram á, og um jram- tíðarverðið verður eigi spáð, nema um næstu ár. Eina úrlausnin á þessu máli, ef saman á að fara sá almannavilji, sem kemur fram um það, að búa á sjálfs- eign, og hagur og réttur seljatidans (þjóðfélagsins), er þá sú, að afhenda jarðirnar til lögfullrar eignar og um- ráða, útborgunarlaust, en með leigutökurétti á þáverandi •verði jarðarinnar og jafnframt þeirri verðhækkun, sem í Ijós kæmi í framtíðinni og væri fyrir tilverknað þjóðfé- lagsins. Þessi hugsun fæðir strax aðra af sér: — að eins og rökleiðslan sýnir, að þjóðfélagið hefir leigutökurétt á því verði, sem það hejir gejið og á eftir að geja þessum jörðum, þá getur sá réttur ekki verið bundinn við þær jarðir einar, sem fyrir ýms atvik á umliðnum öldum hafa orðið opinber eign, heldur náj til alls þess verðgildis, sem samstarf og umbætur þjóðfélagsins hafa frá upp- hafi veitt öllum jarðeignum og eiga eftir að veita þeim. Munurinn yrði þá sá einn, að á einstakra manna eign- utn næði leigurétturinn ekki til þeirra mannvirkja og um- bóta, sem eigi væri þá runnin fullkomlega inn í land-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.