Réttur - 01.07.1917, Page 52
54
Réítur
verðið, eins og að sínu leyti leiguliði, sem eignaðist jörð,
gæti eigi orðið krafinn um leigu af þeim mannvirkjum
og umbótum, sem hann hefði gert á henni.
Sú krafa, sem hér er bent á, að þjóðfélagið eigi til
landeigendanna, hefir á íslenzku verið nefnd landssA-o//-
ur, en eftir eðli sínu væri hún réttara nefnd landleiga,
því hér ræðir um leigu af höfuðstól, sem þjóðfélagið,
sem slíkt, hefir skapað.
Landsskattur, i ýmsum myndum, hefir tíðkast með
mörgum þjóðum frá því sögur hófust, en næstum und-
antekningalaust i sambandi við skatta á aðrar éignir, t. d.
það sem einu nafni er nefnt fasteignir. Með tilliti til þess,
að slíkir skattar hafa verið lagðir á landverðið öski/t, þ.
e. án tillits til, hvort verðið er þjóðfélaginu eða hlutað-
eigandi einstakling að þakka, er auðsætt að þeir eiga í
eðli sínu lítið skylt við þá landleigu, sem hér er um að
ræða, því fremur sem þeirra var krafist af ábúanda eða
notanda landsins, sem eins oft var leigjandi sem eig-
andi að því, og hlaut því skatturinn að verða viðbót við
landsskuld hans eða leigu.
Sú stefna er aftur tiltölulega ný, að krefjast skatts eða
leigu af hinu félagsmyndaða landverði einu, eins og að
framan er gerð grein fyrir, og er hún kend við Banda-
ríkjamanninn Henry George. í ættlandi hans er það deg-
inum Ijósara, hversu öll kjör og framfaraskilyrði alþýð-
unnar, og þá sérstaklega verkmannalýðsins, eru í hönd-
um landeigendanna. Pó duldist þetta iengi fyrir mönn-
um. Hitt sáu menn, að þrátt fyrir allar verklegar fram-
farir fór efnahagur smælingjanna versnandi, og þó fram-
leiðsla landsins ykist dagvöxtum, fjölgaði sífelt öreiga-
lýðnum með þjóðinni. Þetta var þó ekki einkennilegt
fyrir Bandaríkjamenn eina; þar urðu aðeins öfgarnar
mestar í því sem öðru, og á hinn bóginn var hin sögu-
lega rás þessara viðburða miklu styttri og bersýnilegri
þar en annarsstaðar, því það mátli heita svo að segja í