Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 55

Réttur - 01.07.1917, Síða 55
Pjódjarðcisala og landleiga 57 verið sýnt fram á, að í raun réttri væri allir landeigend- ur (eða ætti að vera) leiguliðar hins opinbera að þeim hluta landverðsins, sem þjóðfélagið hefði skapað, og þá kemur það eðlilega niður, að hver borgi til opinberra þarfa í hlutfalli við þau afnotaréttindi til náttúrugæðanna, sem honum eru í hendur fengin, en ekki eftir því, sem »hver etur og drekkur«, eins og nú tíðkast. Á hinn bóginn heldur George því fram í ritum sínum, að svona löguðum 'skatti þurfi engin breyting að fylgja á eignar og umráðarétti landsins*. Hitt dregur hann enga dul á, að óbeinlinis myndi slíkur skattur hafa gagngerð áhrif á afnotaskiftingu lands og verð. — Þar eð jafn skattur myndi hvíla á lóðum og landi, hvort þau eru notuð eða haldið lokuðum, þá myndi mikið af bygg- ingalóðum og ræktunarhæfu landi, sem nú eru ekki látin föl, til þess að bíða enn meiri eftirspurnar, koma á mark- aðinn, því það borgar sig illa að gjalda skatt af þeim, en hafa engar tekjur á móti. Pá myndi land falla dálítið í verði yfirleitt, þó á hinn bóginn sá hlutfallsverðnumur héldist, sem er á góðu landi og lélegu; — á lóð inn í miðpunkti borgar eða bæjar og í úthverfi o. s. frv. — En við það að land félli í verði og þegar meira kæmi * Því hefir margoft verið kastað fram af niótstöðuniönnuni þess- arar stefnu, að tilgangur hennar væri að »upphefja eiguarrétt ein- staklingac a landi eða jörð eða jafnvel taka eignarnámi. Þetta er hreinn misskilningur og numu þær orsakir til liggja, að skoðun- um Oeorges hefit oft verið ranglega blandað saman við jarð- eignakenningar >socialista«, sem einmitt vilja, að þjóðfélagið taki jarðeignaréttinn af einstaklingum, og ennfremur fiafði þeim, sem fyrst þýddu bók Georges á Norðurlandamál, skjátlast réttur skiln- ingur á þeim orðum enskunnar, sem hér að lutu, og mun það hafa stafað af því, að í enskunni eru ýms hugtök viðvíkjandi eign, notknn og rétti til jarðar, sem engin tilsvarandi orð eiga í Norðurlandamálum, af því skipulagið er þar öðruvísi. Hefir þetta leitt til orðadeilu meðal »Oeorgista« sjálfra á Norðurlöndum, og með því hafa þeir gefið mótstöðumönnum sínum vind í seglin að óþörfu og spilt fyrir gengi málsins.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.