Réttur


Réttur - 01.07.1917, Page 72

Réttur - 01.07.1917, Page 72
74 Réttur sjá þess mörg dæmi á þessari skýrslu. Og maður getur ekki sagt annað en að það sé mannlegt, þó jarðeigend- ur noti sér þörf annara til þess að fá sem hæsta rentu af fé sínu. En svo hafa þeir líka gert annað. í fyrstu byggingar- bréfunum sem við þekkjum, og tilfærð eru í skýrslunni, var jarðarafgjaldið ákveðið þannig, að væri það t. d. 1 hundrað, var sagt að það væri 6 ær eða 1 kýr og s. frv. Meðan svo var, þurfti leiguliðinn ekki annað en afhenda þá skepnutölu, er til var tekin í byggingarbréfinu. En á 14. öld, og jafnvel fyr, fór þetta að breytast. F*á var hætt að ákveða hvort jarðarafgjaldið væri öðruvísi en svo að það væri t. d. 1 hundrað í ám eða 1 hundr- að í gemlingum og s. frv. Nú var ekki allur búpeningur í fullri tíund, og því gat altaf komið fram ágreiningur milli jarðareiganda og landseta um það, hvert gjaldið væri greitt eða ekki. Ætti t. d. einhver landseti að borga 1 hundrað í ám, kom hann að vorinu með 6 ær, sem hann vildi láta vera eitt hundrað. En þá gat landsdrottinn sagt, að þær væru ekki meðalær, og enn vantaði svo og svo mikið í hundr- aðið. F’egar slíkur ágreiningur kom, átti að tilnefna mats- menn, sem gerði út um verð leigunnar, átti jarðareig- andi og landseti að tilnefna sinn hvor, en þeir, sem þeir tilnefndu, áttu síðan að tilnefna sér oddamann. Pessir þrír menn áttu svo að skera úr ágreiningnum, og er varla vafi á því, að úrskurður þeirra hefir verið jarðareiganda í vil. Fyrir landseta var þessi breyting til hins verra, en landsdrottinn hafði hag af henni. Hvernig þessi breyting hefir myndast vitum við ekki, en tvent getur hafa skapað hana. Annað er það, að leiguliðar hafi borgað landsskuldina með léleg'um skepnum og landsdrottinn því gert breytinguna til að tryggja rétt sinn; en hitt er það, að landsdrottinn hafi breytt þessu til þess eins að geta fengið hærri leigu eftir jörðina, án þess þó að hún hækkaði á pappírnum. Hvort heldur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.