Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 4
HO
RÉTTUR
arvara eins og vinnuaflið. Þar sem auðvaldsskipulagið er orðið
elzt, eins og í Englandi, væri það búið að gereyðileggja manndóm
og manngildi einstaklinganna, ef ekki hefði komið sem mótvægi
hreyfing sósíalismans, sem lætur alþýðu vaxa ásmegin, hin stór-
fenglega samheldni verkalýðsins í samtökum sínum, sem orðið
hafa hinn siðferðilegi bakhjallur verkamannanna um leið og sam-
tökin hafa orðið hið hagsmunalega vopn í stéttabaráttunni.
Auðvaldsskipulagið á íslandi er ungt. Það tók að bóla á þessum
eitruðu ávöxtum þess strax og það fór að ryðja sér til rúms um
aldamótin. En hjá þjóð vorri, sem aldrei hafði sem heild þekkt
niðurlægingu bændaánauðarinnar, þó hún hafi ekki farið á mis
við nýlendukúgunina, var mótspyrnan gegn manndómseyðilegg-
ingu auðvaldsskipulagsins frá upphafi mjög sterk. Og verklýðs-
hreyfingin kom snemma upp með sitt mótvægi, boðskapinn um
það sögulega hlutverk verkalýðsins að frelsa mennina af allri
kúgun yfirstétta, boðskapinn sem stækkar alþýðuna og göfgar.
Við, sem nú lifum, verðum að gera okkur ljóst, að einmitt nú
á þessum síðustu árum hefur auðvaldsskipulagið, ekki sízt vegna
utanaðkomandi kringumstæðna, haft meiri áhrif en nokkru sinni
fyrr í því að grafa undan manngildi einstaklinganna í landi voru
og manngildishugsjónum þjóðar vorrar. Yfirgnæfandi meirihluti
landsbúa er daglega undirorpinn þessum uppleysandi áhrifum og
auðvaldsskipulagið hefur veikt stórum þá fornu sveitamenningu,
er fyrir var. En sú alþýðumenning, sem sköpuð er í anda verklýðs-
hreyfingarinnar og á þjóðlegum stofni, er enn ung og eigi svo
sterk, sem nauðsynlegt er.
Auðvaldsskipulagið á íslandi hefur að sjálfsögðu svipaðar af-
leiðingar hér og annarsstaðar. En það hafði um skeið gpngið hægar
huga, riddaralegs eldmóðs og smáborgaralegrar angurværðar hef-
ur hún komið fyrir i drekkingarhyl bragðvissrar sérgæzku. Hún
hefur breytt manngildinu í markaðsgildi og búið samvizkulausu
verzlunarfrelsinu einu öndvegi, þar sem óteljandi frelsisskrár og
réttarbætur, skjalfestar og vel fengnar höfðu áður skipað rúm.
í stuttu máli sagt: í stað þess arðráns, sem hjúpað var trúarlegu
og pólitísku táli, hefur hún sett sitt arðrán, nakið, blygðunarlaust
krókíílaust og kalt“.