Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 56

Réttur - 01.08.1953, Page 56
192 RÉTTUR arðráni sínu á þjóðum Tunis, Algier og Marokkó sem berjast hetjubaráttu fyrir frelsi sínu og möguleikum til efnahags- og fé- legslegra framfara. Það er því augljóst að barátta franska verka- lýðsins gegn árásarstríði franska auðvaldsins gegn Viet-Nam, er um leið barátta fyrir sjálfstæði Frakklands. Verkalýðsstéttin tjáir fyllstu samúð sína með hetjubaráttu fólksins í Viet-Nam, með þjóðum Norður-Afríku og öllum þeim nýlenduþjóðum er hafa þegar allt um þraut gripið til vopna í réttlátri baráttu sinni fyrir sjálfstæði landa sinna. Heimsvaldastefnan sparar hvorki fjöldamorð né eyðingu heilla landssvæða til að viðhalda nýlendukúgun sinni. En þróunin verður ekki stöðvuð. Viðgangur sósíölsku landanna, vöxtur verkalýðs- hreyfingarinnar og nú síðast sigur alþýðunnar í Kína hafa glætt vonir hinna undirokuðu þjóða og gefið þeim þann þrótt er stenzt hverja raun. Baráttan fyrir rétti verkalýðsfélaganna og almennum lýðréttindum Félagi Saillant gerði þessu þýðingarmikla máli nokkur skil í ræðu sinni svo ég get látið mér nægja að draga fram nokkur helztu verkefnin er verkalýðsfélögin verða að fást við. Ég hef áður bent á, að því fastari tökum er einokunarauðvaldið nær á efnahagslífinu og því sterkari sem áhrif amerísku heims- valdastefnunnar verða, því meiri ofbeldisaðgerðum er beitt gegn verkalýðssamtökunum. Þessar ofbeldisaðgerðir stefna í sömu átt og fasisminn og beita sömu áróðursaðferðum og blekkingum. Afturhald nútímans í hinum svokölluðu „lýðræðisríkjum“ er að ýmsu frábrugðið fasismanum, en markmiðið er hið sama. Það stefnir að því marki er ríkisstjórnir Þýzkalands og Ítalíu illu heilli náðu, útþurkun réttinda verkalýðsfélaganna og al- mennra lýðréttinda og fullkominni undirokun verkalýðsins og allrar alþýðu undir skefjalaust arðrán fámennrar yfirráðastéttar er hrindir alþýðunni út í árásarstyrjöld að boði amerísku heims- valdasinnanna. Ástandið í hinum svokölluðu „lýðræðisríkjum“ verður ekki skýrt öðruvísi en að þar sé um vaxandi fasisma að ræða. Við verðum alvarlega að beina athygli verkalýðsins og allra lýðræðis- sinna að þessari hættu. í hverju landinu eftir annað þverbrýtur afturhaldið stjórnarskrána og virðir að vettugi allar lýðræðislegar venjur. Vitanlega gerist þetta ekki á sama hátt í hverju landi,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.