Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 73
R E T T U R
209
þeim löndum, þar sem launin eru lægst heldur þveröfugt.
Ekkert er eins kostnaðarsamt eins og fátækt, heilsuleysi
og þekkingarskortur.
Til þess nú að ná tæknilegum yfirburðum þarf mannval
þjálfaðra vísindamanna og vélfræðinga í miklu stærri stíl
en sá fjórðungur úr hundraðshluta vinnandi manna, sem
nú er völ á í Bretlandi eða jafnvel einn hundraðshluti eins
og í Bandaríkjunum. Það krefst einnig verkamanna, sem eru
færir um að skilja, nota og sýna frumkvæði í að hagnýta
vísindin í sínu daglega starfi. Þrátt fyrir allt það, sem sagt
er í skýrslum um hópafköst í framleiðslunni, geta skilyrði
hins síðarnefnda ekki skapazt að fullu í auðvaldsþjóðfélagi.
Hér er verkamaðurinn ekki í þeirri aðstöðu að hann skilji
til hlítar gildi vísindanna fyrir vinnu hans og laun endur-
bóta, sem hann kann að gera eru ýmist smámunir eða —
og það oftar en hitt — þær verða til að gera kjör hans verri
Dg atvinnu hans ótryggari.
Sósíalistiskt hagkerfi hefur ómótmælanlega yfirburði
hvað þetta hvorttveggja snertir. í sósíalistisku þjóðfélagi er
æðri menntun engin vandlega varin forréttindi handa úrvali,
þar er engin þörf á því að tryggja menntun hinna ríku í
opinberum skólum, en láta hinum fátækari í té annars
flokks menntun aðeins í þeim mæli að drottnunaraðstöðu
hinna ríku væri engin hætta búin. Jafnhliða því hafa verka-
mennirnir öll tækifæri uppörvunar til að láta að sér kveða
við endurbætur í framleiðslunni.
Þessir yfirburðir eru ekki aðeins fræðilegar útlistanir.
Sovétríkin njóta raunverulega góðs af þeim nú þegar, þar
sem menntastofnanir senda frá sér síaukinn fjölda ungra
karla og kvenna, sem notið hefur þjálfunar í vísindum og
tækni. Vegna þess hve langan tíma tekur að mennta kenn-
ara og nemendur þá er það nú fyrst nokkur undanfarin ár,
sem ávextirnir af áætluninni um æðri menntun vísindalega
og tæknilega eru farnir að koma í ljós. En árangurinn er
nægilega ljós.
14