Réttur - 01.08.1953, Page 20
156
RÉTTUR
því mannvitið í henni of mikið var.
Menn álpast á það kannske seinna.
En svo hefur tregnúinn tíminn sér breytt,
og’ tillækin spá mér nú illu,
í kirkjuna þýzkuna Lúther gat leitt —
ið leiðasta í allri hans villu.
En ég held in íslenzka þjóð yrði þjál
að þrælseljast uppskafnings dönsku.
Svo breytti ég um vélar, um vog og um mál
og viðeyk þá skrælingja frönsku.
En skáldunum sumum mér óþörf er í,
og enga við meinlegri fundum,
því það er sem guðspjöllin, gömul og ný,
í grun þeirra spretti upp á stundum.
Á Fróni hóf latinan mig ekki mjög,
þó málæðið spillti þar huga.
Með dönskunni hef ég nú lærdóm og lög
svo lullað, að vel mætti duga.
En alþýðuskáld eru þröskuldur þar,
í þjóðernið lífseigju kliða.
Og þráin til alls, sem að veglegast var,
hún vaknar, er stuðlarnir iða.
Þar býr nú sá maður, sem kveðandann kann,
hann Kolbeinn. Og fyrr en þeir deyð’ hann
— þó IítiII sé slægur í slíkum sem hann —
mér slyngara finnst þó að veiða hann.
Ég á honum staðinn til freistingar fann
— því frávikum held ég hann tími —