Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 7

Réttur - 01.08.1953, Side 7
RETTUR 143 mitt heilsuspillandi íbúðir vera féþúfu fyrir húsnæðisbraskara íhaldsins. — Og þegar mannleg hamingja er orðin aukaatriði, af því auðsöfnunarstefnan er sett í hásæti, þá þarf engum getum að því að leiða með hvílíkri fyrirlitningu og hatri auðvaldið meðhöndlar manndóm og manngildi, sem eðlilega verða hættulegir þrepskildir á vegi amerísks og íslenzks peningavalds til algerrar drottnunar yfir íslandi, yfir kjörum og hugum íslenzkrar þjóðar. 3. Einokunarauðvald Reykjavíkur með óttann að vopni og atvinnukúgunina leggur til atlögu gegn manngildi íslendinga. Auðmannakhkur íhalds og Framsóknar í Reykjavík hafa sölsað undir sig öll völd yfir atvinnulífi íslands og eru orðnar einokunar- auðvald, sem hefur kverkatak á efnahagslífi þjóðarinnar. Þetta einokunarauðvald ræður í krafti ríkisvaldsins yfir öllum útflutn- ingnum, öllum innflutningnum, öllum lánveitingum og í krafti eignarvalds eða ríkisvalds vfir stærstu atvinnufyrirtækjum lands- ins. Þetta einokunarvald sitt hyggst auðmannastéttin nú að nota til þess að beygja þjóðina andiega á kné fyrir sér, fá hana til þess að kjósa sig af því hennar sé auðurinn og völdin. Og þegar Ihaldið og Fi’amsókn fer að deila urn það innbyrðis, hvort þeirra skuli ráða og nota þetta vald, þá þai’f ekki að sökum að spyrja, að auð- vitað tekst íhaldinu að lokum að einoka vald auðsins og auðmanna- stéttarinnar fyrir sig, hvernig sem Framsókn skríður fyrir Am- eríkananum, til að hljóta náð hans. Og það af þeirri einföldu ástæðu að auðvitað sér ameríska auðvaldið að það verður að byggja yfir- ráð sín yfir ísl. á bandalagi sínu við auðmannastéttina og treysta á þjóðfélagsleg völd hennar yfir landslýðnum. Það væri aldrei hægt að byggja slík völd á Framsókn einni. Til þess er íslenzk bænda- stétt of ótryggur þjóðfélagslegur grundvöllur að treysta á fyrir erlenda kúgara þótt þeir hinsvegar sjái að gott sé að reyna að hafa hana með. Amerískt auðvald er óspart á umboðslaun við Samband íslenzkra samvinnufélaga. En það þýðir ekki sama og að því takist að spilla algerlega íslenzkri bændastétt og gera hana að fótaþurrku amerísks valds.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.