Réttur


Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 53

Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 53
RETTUR 189 Samkvæmt framansögðu eru það einkum tvær staðreyndir sem verkalýðurinn og verkalýðshreyfingin verða að hafa í huga: 1. Yfirráð einokunarauðvaldsins yfir efnahagskerfi allra auðvalds- landa, jafnhliða því að ágengasta auðvaldsrikið herðir stöðugt tök sín á efnahagslífi og pólitísku lífi hinna, hefur orsakað það að þau verða sífellt háðari voldugasta heimsvaldasinnan- um — Ameríku. 2. í þeim tilgangi að velta þeim byrðum er hrunstefna ein- okunarauðvaldsins skapar, yfir á verkalýðinn og alþýðu, verða ríkisstjórnirnar er þjóna þessari stefnu, æ oftar að grípa til of- beldisaðgerða við framkvæmd hennar, jafnvel í þeim löndum er mest hampa ,,lýðræði“ og „frelsishugsjónum" sínum. Einkum beinast þessar ofbeldisaðgerðir gegn verkalýðssam- tökunum og lýðréttindum alþýðunnar. Þessar afturhaldsaðgerðir auðvaldsþjóðfélagsins, sem eru um leið eitt af hnignunarmerkjum þess, haldast í hendur við yfirráð einokunarauðvaldsins yfir efnahagslífi þess. Það er alkunn stað- reynd að ýmsar af verstu ofbeldisaðgerðunum gegn verkalýðs- hreyfingunni eru framkvæmdar eftir beinum fyrirskipunum frá Ameríku. Þessar staðreyndir verðum við að hafa í huga, svo að við getum beint baráttu verkalýðshreyfingarinnar í rétta átt og náð sem beztum árangri í henni. Baráttan fyrir þjóðlegu sjálfstæði verður stöðugt þýðingar- meiri þáttur í hinni alþjóðlegu verkalýðsbaráttu. Hún, sem áður fyrr aðeins snerti nýlendurnar og hálfnýlendurnar, er nú orðin aðkallandi, þó í öðru formi sé, í löndum eins og Ítalíu, Frakk- landi, Belgíu, Hollandi og að nokkru í Bretlandi. Verkalýður auðvaldsríkjanna er orðinn það þroskaður, að hann skilur að ríki sem ekki er fjárhagslega óháð, er það ekki heldur pólitískt og er því ekki fullkomlega sjálfstætt. Þessar kringum- stæður leggja verkalýðssamtökunum nýjar skyldur á herðar og skapa þeim möguleika á samstarfi við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Efnahags- og félagsmálastefna einokunarauðvaldsins sem eyði- leggur fjárhag millistéttanna, særir einnig, með þjónkun sinni við erlenda heimsvaldasinna, þjóðernistilfinningu hennar. Jafnvel sá hluti auðmannastéttarinnar sem verður afskiptur af þeim gróða er hin alþjóðlega afstaða færir, snýst öndverður gegn henni. Það er sögulegt hlutverk verkalýðsins að hafa forystuna í fram- sókn mannkynsins. Það er þvi skylda hans að berjast af alefli gegn allri erlendri íhlutun, í hvaða mynd sem er. Honum ber því að gera bandalag við alla þá er verða fyrir hagsmunalegri ágengni i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.