Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 53

Réttur - 01.08.1953, Page 53
RETTUR 189 Samkvæmt framansögðu eru það einkum tvær staðreyndir sem verkalýðurinn og verkalýðshreyfingin verða að hafa í huga: 1. Yfirráð einokunarauðvaldsins yfir efnahagskerfi allra auðvalds- landa, jafnhliða því að ágengasta auðvaldsrikið herðir stöðugt tök sín á efnahagslífi og pólitísku lífi hinna, hefur orsakað það að þau verða sífellt háðari voldugasta heimsvaldasinnan- um — Ameríku. 2. í þeim tilgangi að velta þeim byrðum er hrunstefna ein- okunarauðvaldsins skapar, yfir á verkalýðinn og alþýðu, verða ríkisstjórnirnar er þjóna þessari stefnu, æ oftar að grípa til of- beldisaðgerða við framkvæmd hennar, jafnvel í þeim löndum er mest hampa ,,lýðræði“ og „frelsishugsjónum" sínum. Einkum beinast þessar ofbeldisaðgerðir gegn verkalýðssam- tökunum og lýðréttindum alþýðunnar. Þessar afturhaldsaðgerðir auðvaldsþjóðfélagsins, sem eru um leið eitt af hnignunarmerkjum þess, haldast í hendur við yfirráð einokunarauðvaldsins yfir efnahagslífi þess. Það er alkunn stað- reynd að ýmsar af verstu ofbeldisaðgerðunum gegn verkalýðs- hreyfingunni eru framkvæmdar eftir beinum fyrirskipunum frá Ameríku. Þessar staðreyndir verðum við að hafa í huga, svo að við getum beint baráttu verkalýðshreyfingarinnar í rétta átt og náð sem beztum árangri í henni. Baráttan fyrir þjóðlegu sjálfstæði verður stöðugt þýðingar- meiri þáttur í hinni alþjóðlegu verkalýðsbaráttu. Hún, sem áður fyrr aðeins snerti nýlendurnar og hálfnýlendurnar, er nú orðin aðkallandi, þó í öðru formi sé, í löndum eins og Ítalíu, Frakk- landi, Belgíu, Hollandi og að nokkru í Bretlandi. Verkalýður auðvaldsríkjanna er orðinn það þroskaður, að hann skilur að ríki sem ekki er fjárhagslega óháð, er það ekki heldur pólitískt og er því ekki fullkomlega sjálfstætt. Þessar kringum- stæður leggja verkalýðssamtökunum nýjar skyldur á herðar og skapa þeim möguleika á samstarfi við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Efnahags- og félagsmálastefna einokunarauðvaldsins sem eyði- leggur fjárhag millistéttanna, særir einnig, með þjónkun sinni við erlenda heimsvaldasinna, þjóðernistilfinningu hennar. Jafnvel sá hluti auðmannastéttarinnar sem verður afskiptur af þeim gróða er hin alþjóðlega afstaða færir, snýst öndverður gegn henni. Það er sögulegt hlutverk verkalýðsins að hafa forystuna í fram- sókn mannkynsins. Það er þvi skylda hans að berjast af alefli gegn allri erlendri íhlutun, í hvaða mynd sem er. Honum ber því að gera bandalag við alla þá er verða fyrir hagsmunalegri ágengni i

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.