Réttur


Réttur - 01.08.1953, Qupperneq 11

Réttur - 01.08.1953, Qupperneq 11
RÉTTUR 147 í senn, til þess að reyna að sætta íslenzkt alþýðufólk smámsaman við það, að ættjörð þess sé seld og svívirt, á þeim grundvelli að það fái persónulega vel borgað fyrir það. Með hvorttveggja aðfarðinni er vegið að því dýpsta og innsta í hverjum manni, að kviku hverrar hreyfingar: að manndómi og sjálfsvirðingu einstaklinga og samtaka. Alþýðan þarf í þessari viðureign fyrst og fremst á hugrekki sínu að halda. Auðvaldið treystir á að geta brotið það hugrekki í krafti þess að auðmennirnir ráði lífsafkomu verkamanna, af því auð- mennirnir eigi atvinnutækin og ráði þvi ríkisvaldi, sem einokar atvinnumöguleikana, viðskiftin og lánsféð. Hinn þjóðfélagslegi grundvöllur fyrir hugrekki verkamannsins er virðing hans fyrir sjálfum sér, meðvitund hans um gildi sitt sem verkamanns. Og það, sem ræður úrslitum og gerir verkamenn sem heild, — verk- lýðsstéttina — að sterkustu, djörfustu og framsæknustu stétt sögunnar, það er sameiginleg meðvitund allra verkamanna um ósigrandi mátt sinn sem stéttar, um órofa samheldni og sam- ábyrgð allra verkamanna: allir fyrir einn og einn fyrir alla. Þetta hugrekki verkamannastéttarinnar, eins sem allra, er það frumskilyrði baráttunnar, sem brautryðjendur sósíalismans boð- uðu ákafast, er þeir voktu verkalýðinn til uppreisnar. „Nei, hafirðu sjálfur ei huganum týnt, og hjarta þitt finni það, að það er pínt, er túnga þinn ósvikinn auður. Ef sjálfur þú berst, mun þér lið verða lagt. og liggirðu hniginn, þá verður það sagt: að óragur dreingur sje dauður“. Svo kvað Þorsteinn Erlingsson í ,,Þín heift væri betri“. Og sama hvatning hljómar til vor frá öllum brautryðjendum stefnunnar. Og enginn tengir þessa baráttu alþýðumannsins nú á tímum betur við hetjulund íslendinga í fornöld en Stephan G. þegar hann lýsir viðureign Ingjalds eða Illuga við yfirdrottnara og ofbeldi í sínum ógleymanlegu hetjuóðum. íslenzk verklýðshreyfing á ríka erfð og stolta í þessum efnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.