Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 33

Réttur - 01.08.1953, Page 33
RÉTTUR 169 En Kolbeinn festi og kleif upp þar. En hvar var hinn til stefnunnar? Hvar upplaukst honum auðnin blá í eyðikletti, nótt og sjá? En eins og leiftur ljósmynd grett þá logaði upp úr hörðum klett. Að eyra Kolbeins andlit skauzt, sem ögraði svo með hæðnisraust. KÖLSKI: Ljóðahætti viljum vér veikum mætti rýra. KOLBEINN: Góða vætti lagið lér. Leikum þætti dýra! KÖLSKI: Sníkjum þjóðum fremri frá frægum ræðusniðum. KOLBEINN: Ríkjum sóðum ofar á okkar kvæða-siðum. KÖLSKI: Hvellum gómi yrkjum af innantómum huga. KOLBEINN: Dáðin hljómi, stuðla staf studd, sem rómar duga. KÖLSKI: Við skulum hnjóða úr múgnum móð mærðarljóðum gildu.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.