Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 76

Réttur - 01.08.1953, Side 76
212 R É T*T U F 96% ungmenna í landi okkar æðri menntunar með tak- mörkun nemendafjölda og með því að innleiða gáfnapróf. I sósíalistísku landi er hægt að sanna, að a. m. k. 10% eru fullkomlega hæfir til menntunar á þann einfalda hátt að gefa þeim tækifæri til æðri menntunar og með því að nota hæfni þeirra á eftir til uppbyggingar hinu nýja hag- kerfi. Ábyrgðin á fræðslunni er lögð á herðar samfélagsins og kennaranna og árangrar þess hafa tætt sundur kenninguna um, að allur f jöldinn sé frá náttúrunnar hendi andlega van- megna, en hún er grundvöllur fræðslukerfis okkar. Ég hef séð hið nýja fræðsluskipulag í framkvæmd í Sovétríkjun- um, ekki aðeins í Rússlandi heldur einnig í hinni fyrrum vanþróuðu og kúguðu Grúsíu. Við háskólann í Tíflís er eðlisfræðideild, sem er svo vel útbúin, að það myndi vekja öfund flestra brezkra eðlisfræðinga og þar er kennt af slíkri vandvirkni og áhuga, að við eigum erfitt með að benda á svipað hjá okkur. Þarna eru 500 piltar og 350 stúlkur við fimm ára nám, sem fer fram á þeirra eigin móðurmáli og notaðar eru grúsískar kennslubækur. Þetta eru fleiri karlmenn en stunda nám við Lundúnaháskóla og meira en fimm sinnum fleiri konur. Og þetta er í landi, sem hefur ekki hærri íbúatölu en Wales, þar sem flestir voru ólæsir fyrir 30 árum síðan og enginn iðnaður fyrirfannst. Hversvegna svo mikið af eðlisfræðingum? Við hlið þeirra er ennþá stærri hópur vélfræðinga, efnafræðinga, búfræð- inga, lækna — og þörf er fyrir þá alla. Allir eiga vísa at- vinnu við uppbyggingu iðnaðar og landbúnaðar í sínu eigin landi. Það sem nú er að gerast í Sovétríkjunum sannar, að vís- indin gera sósíalismann framkvæmanlegan og að þegar samfélagið þarf á vísindunum að halda og getur notað þau, þá láta þau ekki á sér standa. Og þetta á ekki aðeins við um Sovétríkin ein, í Kína, í nýju alþýðulýðveldunum, er sömu sögu að segja. Ég hef séð í Vestprem, langt upp í

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.