Réttur


Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 10

Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 10
146 R É T T U R Verkalýðurinn hefur sýnt ágæta samheldni i þessari baráttu undir forustu Sósíalistaflokksins.. þótt ekki hafi tekist að halda þeim lífs- kjörum er náðust 1942—46 og er orsökin sú að það vantar einingu verkalýðsins á stjórnmálasviðinu líka, til þess að hindra að ávöxt- um hvers sigursæls verkfalls jafnóðum rænt með vélabrögðum valdhafanna. Verklýðshreyfing íslands hefur undir forustu Sósíalistaflokks- ins, háð harða baráttu síðasta áratug, gegn ásælni amerísks auð- valds 1Í1 yfirdrottnunar yfir landi voru. En sökum þess að verka- lýðurinn hefur verið póiitískt klofinn í þessari baráttu, hefur ame- rísku auðvaldi orðið það ágengt með að leggja ísland undir sig sem raun ber vitni um. Þessari baráttu allri þarf að halda áfram, herða hana og lyfta henni á hærra stig með því að tvinna saman betur hina faglegu og pólitísku baráttu. En jafnframt verður verkalýðshreyfingin að taka upp baráttu á hinu siðferðilega sviði gegn skoðanakúguninni, gegn því niðurrifi auðvaldsins á manndóm, persónuleik og hugsanaírelsi, sem nú fer fram. Þessa baráttu verður að heyja með öllum þeim krafti, einingu og hörku, sem einkennt hefur verkalýðinn í stórfenglegustu verk- föllum hans. Og þessa baráttu er því aðeins hægt að hcyja með árangri að það náist pólitísk eining meðal verkalýðsins um viðnám og sókn gegn auðvaldinu, innlendu sem útlendu, í þessu máli, því póli- tísk eining alþýðunnar er eina valdið, sem er nægilega sterkt til þess að beita gegn bardagaaðferðum auðvaldsins. Þegar afturhaldið þýzka undir forustu Bismarcks reyndi að eyði- leggja sósíalistiska verklýðshreyfingu Þýzkalands, kölluðu þýzkir sósíalistar að Bismark beitti tvennskonar bardagaaðferðum: „svip- unni“ og ,,sætabrauðinu“. Svo gerir og íslenzk-ameríska auðvaldið nú. Svipan er skoðanakúgunin og atvinnueinokunin sem beitt er við heil byggðarlög og einstaklingana um allt land. ,,Sætabrauðið“ er hernámsvinnan á Keflavíkurflugvelli, sem rík- isstjórnin ætlar að nota sem' einskonar vertíðarvinnu og verðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.