Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 10

Réttur - 01.08.1953, Page 10
146 R É T T U R Verkalýðurinn hefur sýnt ágæta samheldni i þessari baráttu undir forustu Sósíalistaflokksins.. þótt ekki hafi tekist að halda þeim lífs- kjörum er náðust 1942—46 og er orsökin sú að það vantar einingu verkalýðsins á stjórnmálasviðinu líka, til þess að hindra að ávöxt- um hvers sigursæls verkfalls jafnóðum rænt með vélabrögðum valdhafanna. Verklýðshreyfing íslands hefur undir forustu Sósíalistaflokks- ins, háð harða baráttu síðasta áratug, gegn ásælni amerísks auð- valds 1Í1 yfirdrottnunar yfir landi voru. En sökum þess að verka- lýðurinn hefur verið póiitískt klofinn í þessari baráttu, hefur ame- rísku auðvaldi orðið það ágengt með að leggja ísland undir sig sem raun ber vitni um. Þessari baráttu allri þarf að halda áfram, herða hana og lyfta henni á hærra stig með því að tvinna saman betur hina faglegu og pólitísku baráttu. En jafnframt verður verkalýðshreyfingin að taka upp baráttu á hinu siðferðilega sviði gegn skoðanakúguninni, gegn því niðurrifi auðvaldsins á manndóm, persónuleik og hugsanaírelsi, sem nú fer fram. Þessa baráttu verður að heyja með öllum þeim krafti, einingu og hörku, sem einkennt hefur verkalýðinn í stórfenglegustu verk- föllum hans. Og þessa baráttu er því aðeins hægt að hcyja með árangri að það náist pólitísk eining meðal verkalýðsins um viðnám og sókn gegn auðvaldinu, innlendu sem útlendu, í þessu máli, því póli- tísk eining alþýðunnar er eina valdið, sem er nægilega sterkt til þess að beita gegn bardagaaðferðum auðvaldsins. Þegar afturhaldið þýzka undir forustu Bismarcks reyndi að eyði- leggja sósíalistiska verklýðshreyfingu Þýzkalands, kölluðu þýzkir sósíalistar að Bismark beitti tvennskonar bardagaaðferðum: „svip- unni“ og ,,sætabrauðinu“. Svo gerir og íslenzk-ameríska auðvaldið nú. Svipan er skoðanakúgunin og atvinnueinokunin sem beitt er við heil byggðarlög og einstaklingana um allt land. ,,Sætabrauðið“ er hernámsvinnan á Keflavíkurflugvelli, sem rík- isstjórnin ætlar að nota sem' einskonar vertíðarvinnu og verðlaun

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.