Réttur


Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 62

Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 62
198 RÉTTUR hans og meginhluta þjóðanna, og berjast fyrir því að slíkar leiðir séu farnar? Verkalýðssamband okkar í Ítalíu, CGIL, segir já við síðari hluta spurningarinnar. Andspænis efnahagslegu hruni, afturför í iðnaði og landbúnaði, með yfir tvær milljónir atvinnuleysingja, en ótæmandi möguleika til framkvæmda ónotaða, lagði CGIL fram viðreisnaráætlun sína er samin var af beztu tæknifræðingum ítalíu. Þessi áætlun gerir ráð fyrir skipulagðri þróun iðnaðarins, nýtingu orkulinda, umbót- um á flutningakerfinu, á landbúnaði, byggingu íbúða, skóla og sjúkrahúsa, sem mundi stórminnka atvinnuleysið og að lokum útrýma því með öllu. Jafnhliða — og það er eitt af höfuðatriðum áætlunarinnar — gerir hún ráð fyrir að stórbæta lífsafkomu alþýðunnar með þvi að auka innanlandsneyzluna og á þann hátt skapa möguleika fyrir stöðugt aukinni framleiðslu iðnaðar og landbúnaðar. Með öðrum orðum, í stað samdráttarins er stefna einokunar- auðvaldsins orsakar er leið CGIL leið samræmdar aukningar neyzlu og framleiðslu, til sameiginlegra hagsmuna allrar þjóðar- innar. Einnig er gert ráð fyrir auknum erlendum viðskiptum er ekki lúti valdboði heimsvaldasinnanna um viðskiptabann á sósíölsku ríkin. Samning áætlunarinnar gerði okkur ljósara en áður nauðsyn ýmsra breytinga á efnahags- og félagslegri uppbyggingu Ítalíu, sérstaklega hvað viðkemur landbúnaðinum, (eins og nauðsynina á að skipta stórjörðum Suður-Ítalíu) og að draga úr valdi iðnaðar auðhringanna, sérstaklega með þjóðnýtingu raforkunnar og Monte- catini hringsins, efnaiðnaðarfyrirtækis, er mergsýgur þjóðina. Þessar ráðstafanir eru ekki aðeins félagslegt réttlæti, heldur nauðsynlegt skilyrði til efnahagslegra framfara. Áætlunin, sem myndi gerbreyta efnahags- og félagsmálalífi landsins, gerir ráð fyrir mikilli fjárfestingu einstaklinga og hins opinbera í framkvæmdum sem miða að almenningsheill, en miðar ekki framkvæmdirnar við það er gefur mestan gróða og sóar ekki verðmætum í styrjaldarundirbúning. Þess vegna er áætlunin jafnhliða barátta fyrir friði. Það er vitanlega reginmunur á viðreisnaráætlun verkalýðs- sambandsins og þeim áætlunum er „skipuleggjendur“ heimsvalda- stefnunnar eru með á prjónunum, áætlunum sem ganga út á það að laga efnahagskerfi að þörfum hringanna. Okkar áætlun miðar hinsvegar að því að hnekkja gróða hringanna og skapa möguleika á efnahags- og félagslegum framförum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.