Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 62

Réttur - 01.08.1953, Page 62
198 RÉTTUR hans og meginhluta þjóðanna, og berjast fyrir því að slíkar leiðir séu farnar? Verkalýðssamband okkar í Ítalíu, CGIL, segir já við síðari hluta spurningarinnar. Andspænis efnahagslegu hruni, afturför í iðnaði og landbúnaði, með yfir tvær milljónir atvinnuleysingja, en ótæmandi möguleika til framkvæmda ónotaða, lagði CGIL fram viðreisnaráætlun sína er samin var af beztu tæknifræðingum ítalíu. Þessi áætlun gerir ráð fyrir skipulagðri þróun iðnaðarins, nýtingu orkulinda, umbót- um á flutningakerfinu, á landbúnaði, byggingu íbúða, skóla og sjúkrahúsa, sem mundi stórminnka atvinnuleysið og að lokum útrýma því með öllu. Jafnhliða — og það er eitt af höfuðatriðum áætlunarinnar — gerir hún ráð fyrir að stórbæta lífsafkomu alþýðunnar með þvi að auka innanlandsneyzluna og á þann hátt skapa möguleika fyrir stöðugt aukinni framleiðslu iðnaðar og landbúnaðar. Með öðrum orðum, í stað samdráttarins er stefna einokunar- auðvaldsins orsakar er leið CGIL leið samræmdar aukningar neyzlu og framleiðslu, til sameiginlegra hagsmuna allrar þjóðar- innar. Einnig er gert ráð fyrir auknum erlendum viðskiptum er ekki lúti valdboði heimsvaldasinnanna um viðskiptabann á sósíölsku ríkin. Samning áætlunarinnar gerði okkur ljósara en áður nauðsyn ýmsra breytinga á efnahags- og félagslegri uppbyggingu Ítalíu, sérstaklega hvað viðkemur landbúnaðinum, (eins og nauðsynina á að skipta stórjörðum Suður-Ítalíu) og að draga úr valdi iðnaðar auðhringanna, sérstaklega með þjóðnýtingu raforkunnar og Monte- catini hringsins, efnaiðnaðarfyrirtækis, er mergsýgur þjóðina. Þessar ráðstafanir eru ekki aðeins félagslegt réttlæti, heldur nauðsynlegt skilyrði til efnahagslegra framfara. Áætlunin, sem myndi gerbreyta efnahags- og félagsmálalífi landsins, gerir ráð fyrir mikilli fjárfestingu einstaklinga og hins opinbera í framkvæmdum sem miða að almenningsheill, en miðar ekki framkvæmdirnar við það er gefur mestan gróða og sóar ekki verðmætum í styrjaldarundirbúning. Þess vegna er áætlunin jafnhliða barátta fyrir friði. Það er vitanlega reginmunur á viðreisnaráætlun verkalýðs- sambandsins og þeim áætlunum er „skipuleggjendur“ heimsvalda- stefnunnar eru með á prjónunum, áætlunum sem ganga út á það að laga efnahagskerfi að þörfum hringanna. Okkar áætlun miðar hinsvegar að því að hnekkja gróða hringanna og skapa möguleika á efnahags- og félagslegum framförum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.