Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 60

Réttur - 01.08.1953, Side 60
196 RÉTT UR inganna. Þess vegna traðka þeir á rétti verkalýðsfélaganna, þess vegna afnema þeir borgaraleg lýðréttindi og þess vegna selja þeiv sjálfstseði sinna eigin landa. Við verðum að gera verkalýðnum það skiljanlegt að baráttan fyrir rétti verkalýðssamtakanna er nátengd baráttunni fyrir vinnu og brauði, baráttunni fyrir þjóðlegu sjálfstæði og baráttunni fyrir mesta nauðsynjamáli þjóðanna, friðinum. Við verðum að gera öllum lýðræðissinnum það skiljanlegt að réttur verkalýðsfélaganna og verkamannanna á vinnustöðunum eru undirstaðan undir öllum öðrum lýðréttindum, og að ef það tekst að eyðileggja þessi réttindi fari öll önnur lýðréttindi alþýð- unnar á eftir. Ef ekkert lýðræði er á vinnustöðunum er ekkert lýðræði í landinu. Á þessum grundvelli eigum við að vinna að sköpun víðtækrar samfylkingar alþýðunnar fyrir frelsi, þjóðlegu sjálfstæði og friði. Jafnhliða verðum við að standa betur á verði um réttindi verka- lýðssamtakanna, í einstökum löndum og alþjóðlega. Á hverjum vinnustað verðum við að snúast einhuga gegn hverskonar árásum af hendi atvinnurekandans hver sem í hlut á, hvaða skoðanir sem hann hefur og hvaða samtökum sem hann tilheyrir. Þar verðum við að láta gilda grundvallarkenninguna undir samstöðu verka- lýðsins, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þá vil ég koma nánar inn á hugmynd, er Saillant hreyfði í sinni ræðu, og koma í því sambandi fram með ákveðnar tillögur. Á síðustu árum liðinnar aldar og fyrstu árum þessarar tók hin alþjóðlega verkalýðshreyfing, er þá var í bernsku, upp á arma sína kröfuna um átta stunda vinnudaginn, eina af höfuðkröfum verkalýðsins á þeim tíma ,og hina fyrstu alþjóðlegu baráttu verkalýðsins á grundvelli þeirrar kröfu. 1. maí hátíðahöldin eiga upptök sín í þeirri baráttu. Það er mín skoðun að eins og nú standa sakir sé verndun rétt- inda verkalýðssamtakanna ásamt baráttunni fyrir launakjörun- um, þjóðlegu sjálfstæði og friði, þýðingarmestu hagsmunakröfur verkalýðsins. Þess vegna legg ég til: 1. að 1. maí 1954 verði höfuðkröfurnar verndun þessara óumdeil- anlegu réttinda verkalýðsins. 2. að WFTU semji réttindaskrá verkalýðsfélaganna og verka- manna á vinnustöðunum. Þessi réttindaskrá verði kynnt rækilega á öllum vinnustöðum í bæjum og sveitum, einnig verði henni komið á framfæri við löggjafarsamkundur allra landa, til staðfestingar. Einnig verði

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.