Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 18

Réttur - 01.08.1953, Side 18
154 RÉTTUR Þér stökkvið ei upp við þann hjónabands hæng. í hreinskilni tjái ég yður: Þau skildu í bili að borði og sæng, sem bara er höfðingja siður. Hún flutti sem aðrir til lifenda lands að lokum — og heim til hans bara. Hún giftist að lögum, á hreppslagið hans, svo hvert átti hún annað að fara? Og nú sér hér enginn um ágreining vott, hún er ekki ráðrík né baldin. Og heimilið fyrirmynd, gengið svo gott, og gullbrúðkaup ártalsrétt haidið. Og þó að hún hafi ekki í skapinu skipzt, við skiljum það líklegast þanninn: að hún var sem aðrar, er oft hafa gifzt, hún elskaði seinasta manninn. Og svo var nú annað, sem að skyldi gáð og öllum er ljóst, að ég vona: að karl liennar hafði þar niðri sér náð, svo nú var hún stórríkiskona. Og tæplega verður oss við þetta bilt — til vitnis þér haft gætuð þetta: að skorturinn spanar upp eðlið vort illt, en auðurinn ræktar vort bezta. Hér áttu þau gervalla „myrkranna makt“ — þó megffuðu á Hornströndum öngu. Þá vóru þau aumingjar, eins og var sagt, á íslandi á „hillunni röngu“.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.