Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 68
204
RÉTTUR
kosningasigur er breytti innanlandsástandinu á Ítalíu verulega og
var þungt áfall fyrir heimsvaldasinnana.
Það er erfitt að fullyrða nokkuð um það að hve miklu leyti
reynzla okkar í Ítalíu geti komið að notum í öðrum löndum.
Þó er ég viss um að hún hefur almennt gildi, því hún miðast við
baráttuna gegn einokunarauðvaldinu á núverandi stigi þess.
Andstæðingar verkalýðsins reyna af alefli að torvelda dægur-
baráttu verkalýðsfélaganna og skirrast ekki við að beita ofbeldi
í þeirri viðleitni. Það er því nauðsynlegt að finna á þeim snöggu
blettina og notfæra sér þá.
Sneggsti blettur einokunarauðvaldsins er án efa að sívaxandi
hluti þjóðanna líður undir áþján þess. Það er því nauðsynlegt
að verkalýðsfélögin finni leiðir til að tengja þetta fólk baráttu
sinni og veiti því forystu gegn ágangi andstæðingsins.
Félagar, allar þessar staðreyndir sanna að við getum breytt
ástandinu í hinum ýmsu löndum, í öllum heiminum.
Einokunarauðvaldið er þess ekki megnugt að framkvæma allar
sínar óskir. Heimsvaldastefnan, undirrót styrjalda, afturhalds og
fátæktar, getur ekki mótað framvindu heimsmálanna að vild sinni.
Það erum við, fólkið, sem ráðum framvindunni. Við getum, og
verðum þess vegna að starfa á þann hátt að vegurinn liggi til
lífsins, gegn dauðanum.
Máttur vinnunnar, framfaranna og friðarins í heiminum er
mikill og barátta okkar er baráttan fyrir réttlætinu. Enginn máttur
fær stöðvað framsókn okkar.
Treystum raðirnar, félagar, hefjum á loft fána einingarinnar
og alþjóðlegrar samhyggju verkalýðsins, einingarfána verkalýðs-
ins um allan heim.
Við getum séð og munum sjá sigur félagslegs réttlætis, þjóðlegs
sjálfstæðis, frelsis og friðar.