Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 59
RETTUR
195
veigaminni takmarkana sem eingöngu eru settar til að misbjóða
manngildi þeirra.
Á mörgum stöðum krefjast atvinnurekendur þess að fá að leita
á verkamönnunum við innganginn í verksmiðjuna, til að ganga
úr skugga um að þeir hafi ekki í fórum sínum blöð eða ritlinga
sem ekki falla í geð atvinnurekenda eða ríkisstjórnar. í matar-
og kaffihléum er verkamönnunum algerlega bannað að ræða nokk-
ur málefni er varða samtök þeirra eða um stjórnmál eða að
framkvæma safnanir. Það er njósnað um verkamennina til að
komast að skoðunum þeirra, og þeir sem hafa skoðanir, er ekki
falla í geð atvinnurekenda, eru ofsóttir eða reknir úr vinnu
að dæmi fasista.
Þetta á sér stað innan veggja verksmiðja í löndum þar sem
stjórnarskráin tryggir öllum þegnum málfrelsi, frelsi til að mynda
félög og verkfallsrétt.
Ameríkanar hafa fundið upp sérstaka kenningu um viðskipti
verkamanna og atvinnurekenda. Samkvæmt þeirri „kenningu"
eiga allir stjórnendur eins fyrirtækis, frá framkvæmdastjóra niður
í verkstjóra, að vera sérfræðingar í félagsmálalöggjöf og samn-
ingum, eftir þeim skilningi er atvinnurekandinn leggur í slík
plögg. Á þennan hátt á að sannfæra verkamanninn um að túlk-
un atvinnurekandans á þeim sé ávalt sú rétta og óþarft sé að
leita álits verkalýðsfélagsins í ágreiningsmálum. í stuttu máli,
stjórn fyrirtækisins á að koma hér í stað fulltrúa verkalýðssam-
takanna.
Vitanlega eru svo þeir verkamenn, er ekki vilja fallast á hina
„hlutlausu" skýringu atvinnurekandans, taldir óæskilegir og þeim
ýtt út af vinnustaðnum við fyrstu hentugleika.
Þetta sýnir að amerísku atvinnurekendurnir reyna með öllum
ráðum að koma í veg fyrir að verkamennirnir séu skipulagðir,
hafi sínar eigin skoðanir á málunum og eigin vilja. Þeir vilja að
verkamaðurinn verði viljalaust verkfæri í höndum atvinnurek-
andans, hlýði boði hans og banni. Getur óttinn við atvinnuleysi
og hungur fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans dregið verka-
manninn svo niður í smánina? Nei, það getur ekki verið.
Við heitum því hér á þessum stað að manngildi verkamannsins,
dýrmætustu eign hans, munum við verja til hins ýtrasta.
Við sjáum hér, félagar, ávöxtinn af yfirdrottnun einokunar-
auðvaldsins yfir efnahagslífi þjóðanna, skefjalaust arðrán og
kúgun í þeim tilgangi að knýja verkalýðinn til að bera byrðarnar
af hamslausum vígbúnaði og síðar að geta sent hann á vígvöllinn
til að fórna lífi sínu fyrir yfirdrottnun amerísku milljónamær-