Réttur - 01.01.1957, Page 13
RÉTTUR
13
tryggja fulla atvinnu og vaxandi velmegun hjá uppvaxandi kyn-
slóð. Skilyrðið til þess að þetta megi takast er ekki aðeins stór-
hugur og atorka: að þora að láta draumsjón aldamótaáranna*
rætast að virkja voldugustu vatnsföll vor í þjónustu Islendinga
sjálfra, — skilyrðið er líka ódýr lán til langs tíma og samningar
um örugga markaði. Lánin, sem við þurfum til slíkrar stóriðju,
þurfa að vera með 2—3% vöxtum, ef við eigum ekki að verða
skuldaþrælar erlendra aðila. Og við þurfum að geta borgað þau
í okkar eigin afurðum. Mögleikar á að fá slík lán í Sovétríkjun-
um og öðrum alþýðuríkjum opna okkur leiðina til stórvirkjana á
fossum og stóriðju án þess að verða öðrum háðir, hvar svo sem
við tækjum þau lán, sem þurfa til þess að framkvæma stóryðju-
bylingu á Islandi. En með henni erum við að hagnýta stórfeng-
Iegustu auðlindir landsins til að skapa örugga undirstöðu hins
afkastamesta atvinnulífs og þar með beztu lífskjaranna, þegar sú
stóriðja er rekin með heill almennings fyrir augum.
En forsendan fyrir því a'ö þessi þrjú skilyrði verði upþfyllt er
sú að alþýðustéttirnar, sem nú standa saman að þessari stjórn,
taki með hverju árinu sem líður fastar og fastar um stjórnvöl
þjóðfélagsins, — breyti þeim stofnunum ríkisins, svo sem bönk-
unum, sem vélrænt hafa þjónað auðvaldinu sem hjól í valdavél
þess, í stofnanir, er reknar séu með almenningshag fyrir augum,
— og dragi meir og meir úr þeirri skriffinnsku og embættis-
mannaveldi, sem einkennt hefur að miklu leyti ríkisvaldið sem
drottnunarvald yfir alþýðu, en geri starfsmenn hins opinbera meir
og meir að þeim þjónum fólksins, sem þeim ber að vera í jafn-
réttisþjóðfélagi vinnandi stétta.
Nú mun margur spyrja: Er hugsanlegt að hefja slíka stöðuga
sókn og halda henni óslitið áfram, eins og þarf til þess að vinna
þau stórvirki, sem hér er um rætt? Hafa ekki alltaf hin miklu
* Ég hef í greininni „íslcnzk stóriðja í þjónustu þjóðarinnar" í Rótti 1947
rakið þessi mál allýtarlega og nokkuð minnzt A þau líka í síðustu grein
minni í Rótti, svo óg rek þau ekki frekar hór.