Réttur


Réttur - 01.01.1957, Page 20

Réttur - 01.01.1957, Page 20
20 RÉTTUR huga millistétta, sem gerðu sér ljóst, að þeir hefðu líf Evrópu í höndum sér, og undir þeirra starfi og stefnu væri það komið hvort þessi lönd yrðu vígvöllur og þjóðir þeirra blóðfórnir á altari hins feiga Mammons, — eða hvort þau yrðu verk- smiðjur heims að nýju, er í þetta sinn hefðu þann tilgang að út- rýma með stóriðju í fyrri nýlenduálfum fátækt og frumstæðum þjóðfélagsháttum í stað bess að arðræna þær eins og áður. Þjóðir þeirra myndu þá keppa að því að verða fyrirmynd annarra þjóða heims um frelsi, jafnrétti og bræðralag í verki, um framkvæmd hinnar sósíalistísku hugsjónar, eins og hún er í allri sinni fegurð. En er nokkur von til þess að hinar klofnu fylkingar verkalýðs- ins í Vestur-Evrópu nái að taka höndum saman? Hafa þessir að- ilar ekki borizt svo lengi á banaspjótum, að enginn vegur sé lengur milli þeirra, er ættu að vera vinir? Það er von, því veröldin er nú breytt. Hingað til hafa þeir getað barizt, án þess að hætta væri á að heimur færist. Nú er komið það afl til sögunnar, er eitt gerir af tvennu: gerist sá Surt- arlogi, er engu þyrmir og eyðir öllu lifandi, eða breytir jörðinni í bá Iðavelli, þar akrar munu vaxa ósánir og „böls mun alls batna", — afl atomsins, kjarnorkan. Það er sem hópur manna, er hingað til hefði barizt í þröngu, hrjóstrugu kjarrlandi, umluktu ókleifum klettavegg, þar sem á var eitt einasta skarð og í því bjarg svo mikið að eigi yrði lyft nema allir tækju á í einu, en þá væri leiðin greið inn á Iðavelli allsnægtanna, — og eldur kæmi nú upp í þessu þurra kjarrlandi, er eigi yrði slökktur og engrar undankomu því auðið nema allir tækju á og lyftu bjarginu burt, — myndu þeir ekki gera það? Svona er komið í dag, eldur atómsins logar að baki, kveiktur í Hirosima, Iðavellir allsnægtanna framundan, ef við aðeins tök- um á allir í einu og byltum bjargi sundrungarinnar, skortsins, ein- okunarauðvaldsins brott, — því það er allt þetta í senn, — og breytum þar með atómeldinum í friðsælan yl og birtu, orku og auð, er veitir mannkyninu yndi í stað eyðingar, heill í stað heljar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.