Réttur - 01.01.1957, Qupperneq 20
20
RÉTTUR
huga millistétta, sem gerðu sér ljóst, að þeir hefðu líf Evrópu í
höndum sér, og undir þeirra starfi og stefnu væri það komið
hvort þessi lönd yrðu vígvöllur og þjóðir þeirra blóðfórnir á
altari hins feiga Mammons, — eða hvort þau yrðu verk-
smiðjur heims að nýju, er í þetta sinn hefðu þann tilgang að út-
rýma með stóriðju í fyrri nýlenduálfum fátækt og frumstæðum
þjóðfélagsháttum í stað bess að arðræna þær eins og áður. Þjóðir
þeirra myndu þá keppa að því að verða fyrirmynd annarra þjóða
heims um frelsi, jafnrétti og bræðralag í verki, um framkvæmd
hinnar sósíalistísku hugsjónar, eins og hún er í allri sinni fegurð.
En er nokkur von til þess að hinar klofnu fylkingar verkalýðs-
ins í Vestur-Evrópu nái að taka höndum saman? Hafa þessir að-
ilar ekki borizt svo lengi á banaspjótum, að enginn vegur sé lengur
milli þeirra, er ættu að vera vinir?
Það er von, því veröldin er nú breytt. Hingað til hafa þeir
getað barizt, án þess að hætta væri á að heimur færist. Nú er
komið það afl til sögunnar, er eitt gerir af tvennu: gerist sá Surt-
arlogi, er engu þyrmir og eyðir öllu lifandi, eða breytir jörðinni
í bá Iðavelli, þar akrar munu vaxa ósánir og „böls mun alls batna",
— afl atomsins, kjarnorkan.
Það er sem hópur manna, er hingað til hefði barizt í þröngu,
hrjóstrugu kjarrlandi, umluktu ókleifum klettavegg, þar sem á
var eitt einasta skarð og í því bjarg svo mikið að eigi yrði lyft
nema allir tækju á í einu, en þá væri leiðin greið inn á Iðavelli
allsnægtanna, — og eldur kæmi nú upp í þessu þurra kjarrlandi,
er eigi yrði slökktur og engrar undankomu því auðið nema allir
tækju á og lyftu bjarginu burt, — myndu þeir ekki gera það?
Svona er komið í dag, eldur atómsins logar að baki, kveiktur
í Hirosima, Iðavellir allsnægtanna framundan, ef við aðeins tök-
um á allir í einu og byltum bjargi sundrungarinnar, skortsins, ein-
okunarauðvaldsins brott, — því það er allt þetta í senn, — og
breytum þar með atómeldinum í friðsælan yl og birtu, orku og auð,
er veitir mannkyninu yndi í stað eyðingar, heill í stað heljar.