Réttur - 01.01.1957, Page 33
RÉTTUR
33
svo að stundum gerðist það ofjarl alþýðunnar sjálfrar, sökum
þess að handhafar þess gerðu ekki skyldu sína. Og ástæðan til
þess að þeir — fornir byltingarforingjar — létu slíkt undir höfuð
leggjast, voru m. a. þau seiðmögnuðu áhrif, sem ríkisvaldið sjálft
ætíð hefur á handhafa þess.
Það getur verið gott til þess að átta sig nokkuð á sögulegum
tildrögum þess harmleiks, sem fylgt hefur ríkisvaldi alþýðunnar
í Sovétríkjunum sem skuggi af stórfengleik afreka þess, — að
muna eftir hvernig var fyrrum, er undirstéttir brutust til valda
og byltu fornum yfirstéttum frá völdum. Það getur líka verið
gott að rifja upp hverskonar menn slík voldug þjóðfélagsum-
skipti skópu.
Með frönsku stjórnarbyltingunni 1789 tók franska borgara-
stéttin, studd af alþýðu landsins, ríkisvaldið af aðli og konungi,
og lagði grundvöllinn að borgaralegu lýðræði og mannréttindum
19. aldarinnar. Sagan sýnir hve ægilega áreynslu þetta kostaði,
hvernig ógnarstjórn og einræði urðu aðferðir borgarastéttarinnar
til þess að geta boðið allri Evrópu aðalsins byrginn og sigrað
hana, bæði með lýðveldinu og keisaradæmi Napoleons. Og jafnt
byltingarþróttur og frelsisást lýðveldisins sem manndýrkun og
hernaðar bónapartismans þjónuðu þar einu og sama markmiði:
að gera ríkisvald borgarastéttarinnar svo sterkt, að hjóli söguþró-
unarinnar, er það hafði snúið í hálfhring, yrði aldrei aftur snúið við.
— Og það getur hjálpað oss til að skilja sögulegar aðstæður margs
þess, er oss ógnar mest við ranglát málaferli í Sovétríkjunum
og aleflingu valdsins í höndum Stalíns, að hugsa til þess hvernig
sekir og saklausir féllu hlið við hlið á höggstokk Iýðræðisins í
Frakklandi og hvernig harðstjórn Napoleons, sem gekk í berhögg
við allar kenningar frönsku byltingarinnar, bar anda hennar og
uppreisnarfræ samt út um alla Evrópu m. a. með því að þvinga
upp á þjóðirnar borgaralegum mannréttindum (sbr. Rínarlöndin)
°g knýja þær svo að lokum til að rísa upp gegn sjálfu Frakklandi
með vígorð sjálfrar byltingarinnar á vörunum, þótt fæstar þjóð-