Réttur - 01.01.1957, Page 60
60
BÉTTVR
387) sem saminn er 1782, byrjar eins og fúga í ströngu formi
og þróast upp í eitt hið flóknasta form þýzkrar tónlistar, „Doppel-
fugu". Þegar þessu marki er náð, kemur þar labbandi einfalt
stef, glaðlegt og brosandi, sem Mózart hefði getað heyrt skóla-
dreng blístra á götum Vínar. Það er ekki hægt að lýsa því á
einfaldari hátt, að hið alvarlega og hið glaðlega eigi saman, að
þjóðin verði ekki aðskilin frá hinni stórbrotnu list. Sú lífsskoðun
er vissulega í eðli sínu lýðræðisleg, sem birtist í þessari sam-
bræðslu doppelfugu og götuvísu.
Þessi vinnubrögð Mózarts að flytja mikilvæg hugðarefni á
óbrotinn og táknrænan hátt verða þó hvergi ljósari en í „Töfra-
flautu" hans. Hann hafði þegar skrifað 20 verk fyrir sviðið, þar
á meðal ódauðleg listaverk eins og „Figaro" og „Don Giovanni",
þegar vinur hans og skoðanabróðir stakk upp á því árið 1790, að
þeir skyldu semja í félagi óperu fyrir leikhús Schikaneders,
„Wiedner Theater". Það hafði alla ævi verið heitasta ósk Mózarts
að semja óperu við þýzkan texta. Nú var þar að auki um að
ræða óperu fyrir úthverfa leikhús, þar sem meginþorri áheyr-
enda mundi verða án tónlistarþekkingar.
Mózart leysti þennan vanda í Töfraflautunni með þeim hætti
sem þá var alveg nýr í sögu óperunnar. Til þess að gera áheyr-
endum sínum skiljanlegt hið mikilvæga efni verksins, og til þess
að geta betur mótað hinar táknrænu persónur lagði hann ekki
til grundvallar óperunni í heild neina af hinum venjulegu stíl-
tegundum, heldur valdi hverri persónu og hverju atriði þann stíl,
sem hverju sinni var í nánustu samræmi við efnið. Papageno og
Papagena eru þær persónur sem standa næst áheyrendum Wiedn-
erleikhússins. Það voru ósviknar persónur alþýðuleikhússins í
Vín. Þannig óf Mózart „Töfraflautu" sína úr þeim þræði sem
áheyrendum hans hlaut að vera hugþekkastur. Það er Ijóst, að
Mózart fer aðeins að einu leyti fram úr samtíðarmönnum sínum,
er hann semur söngva þessara persóna. Það er í meistaralegri
byggingu þeirra. Hvað tónmálið áhrærir, var hægt að finna eitt-
J