Réttur - 01.01.1957, Page 65
RÉTTUR
65
Stefán Pétursson og Áki Jakobsson. — Áreiðanlegar heimildir var
lengi vel aðeins að fá í ritstjórnargrein í Pravda og var þar þó
stiklað mjög á stóru.
Úr þessu var loks bætt að nokkru, þegar miðstjórn Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna samþykkti allítarlega ályktun um málið
30. júru' 1956, sem birt var í Pravda 2. júl. Hér verður eingöngu
stuðzt '/ið hana, þar sem ekki er um aðra fullkomlega örugga
heimild að ræða.
Þess er fyrst getið, að auðvaldsblöðin hafi notað þetta tilefni
til þess að breiða út hinar fáránlegustu furðusögur og ekkert
tilsparað til þess að hagnýta sér gagnrýnina til rógburðar og hat-
ursáróðurs gegn ríki sósíalismans. Þess er og getið, að þeir brestir
í stjórnarfari Sovétríkjanna, sem ræddir voru á 20. flokksþinginu,
séu syndir liðins tíma. Úr þeim hafi nú verið bætt og mikið starf
unnið síðustu árin til þess að uppræta afleiðingar þeirra úr sov-
ézku þjóðlífi.
Þau mistök og glöp, sem Stalín er sakaður um að bera ábyrgð
á, skulu nú stuttlega rakin, eins og segir frá þeim í þessu skjali.
Lenín hafði varað við ýmsum persónulegum göllum Stalíns.
Hann benti á, að hann væri ákaflega tillitslaus í umgengni við
félaga. Þetta kæmi ekki svo mjög að sök í hópi félaga í forustu
flokksins. En til þess að gegna svo vandasömu starfi, sem fram-
kvæmdastjórn flokksins er, þyrfti meira umburðarlyndi og hóf-
samari skapsmuni.
í fyrstu hafi Stalín gert sér far um að láta sér aðfinnslur
Leníns að kenningu verða. En seinna hafi farið að bera meira
á göllum hans og í æ ríkara mæli eftir því sem á ævina leið.
Hann hafi farið að trúa á óskeikulleika sinn. Á meðan bar-
áttan var sem hörðust við stéttaróvinina, hafi verið nauðsynlegt
og óhjákvæmilegt að skerða lýðréttindi manna í ýmsum efnum,
og þess hafi verið enginn kostur að fylgja þeim lýðræðisreglum
í þjóðfélaginu og flokknum, sem sjálfsagðar eru og nauðsynlegar
á friðsamlegum tímum. Stalín hafi hinsvegar gert marga starfs-