Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 84
84
RÉTTUR
stæðing í heilbrigðum gagnrýnanda og skoðanalegum andstæð-
ingi ríkjandi stefnu í ýmsum málum, sem efst voru á baugi.
Að hinu leytinu voru rökræður um stjórnmál, hreinskilnislegar
og opinskáar umræður, þar sem menn skiptust á andstæðum
skoðunum, lífsnauðsyn fyrir hið sósíaliska þjóðfélag. Og einmitf
í þessum efnum villtist flokkurinn mjög af leið á því tímabili,
sem hann naut forustu Stalíns, einkum síðustu árin. Nefnd hafa
verið ljót dæmi þess, að villst hafi verið á stéttarandstæðingum
og skoðanalegum andstæðingum, lögregluaðgerðir og ofsóknir
látnar koma í stað lýðræðislegrar baráttu andstæðnanna, sem eru
fjarri því að vera til meins innan réttra takmarka, heldur hin
mesta nauðsyn sósíalisks þjóðskipulags.
í forustuflokk verkalýðsins þarf að veljast hið bezta mannval
verkalýðsstéttarinnar. Hvernig á að tryggja þetta? I auðvaldslönd-
unum gerist þetta fyrst og fremst með náttúrlegu úrvali. Það er
ekki framavon að ganga í Kommúnistaflokk eða raunverulegan
sósíalistaflokk. Menn ganga í flokkinn af sannfæringu, af því að
menn setja heildarhagsmuni stéttarinnar ofar persónulegum
stundarhag, reiðubúnir að taka á sig erfiði og fórnir og þola
ofsóknir, ef því er að skipta. I landi þar sem flokkurinn fer með
völd, gegnir öðru máli. Þar er frekar hætta á því að menn, sem
aldrei hefðu látið sér til hugar koma, að ganga í flokkinn í auð-
valdsþjóðfélagi, knýi þar nú dyra í framavon.
Hvaða aðferð hafa rússnesku kommúnistarnir til þess að varð-
veita flokk af þeirri gerð, sem Lenín taldi verkalýðsstéttinni nauð-
synlegan? í fyrsta lagi hafa þeir lagt áherzlu á að fá þroskuðustu
verkamennina í flokkinn, þá sem beztir og hollastir hafa reynst
verkalýðsstéttinni í lífi sínu og starfi. Enginn getur orðið félagi i
flokknum fyrr en eftir alllangan reynslutíma. Sá tími er notaður
til þess að mennta hina nýju félaga í fræðum sósíalismans og
gefa þeim tækifæri til starfa á ýmsum sviðum. Félagi, sem ekki
gerir skyldu sína sem kommúnisti og rækir ekki störf sín með
þeirri samvizkusemi, sem flokkurinn gerir kröfu til, fyrirgerir