Réttur - 01.01.1957, Síða 85
RÉTTUB
85
rétti sínum til að vera í flokknum. Lögð er áherzla á að þroska
félagana með því að tengja saman fræðikenningu og starf.
Það sem þó er nauðsynlegast af öllu, til þess að slíkur flokkur
geti verið verkefnum sínum vaxinn, er gagnrýni og sjálfsgagn-
rýni. Varla sér maður svo ræðu eða grein, sem fjallar um flokks-
mál í Sovétríkjunum, að ekki sé lögð áherzla á þetta atriði. En
mér virðist að veilur flokksins hafi einmitt komið fram í því, að
þarna hafi skort á réttan anda. Oft hefur það borið við, þegar
valdastofnanir flokksins hafa tekið ákvörðun í máli, að þá koma
menn óðara fram á sviðið og bera fram svokallaða sjálfsgagn-
rýni, játa að þeir hafi haft rangt fyrir sér og reyna að færa rök
fyrir því. En maður heyrir einatt tómahljóðið í þessu. Þetta er
skrípamynd af sjálfsgagnrýni. Sú ein sjálfsgagnrýni hæfir komm-
únistum, sem felst í því, að menn hafi jafnan það, sem sannara
reynist, leiðrétti af fullri einlægni þegar þeim skjátlast, jafnt þótt
þeir eigi sjálfir í hlut, gleymi persónulegum sjónarmiðum í sam-
eiginlegri viðleitni til þess að komast að hinu sanna. Hinsvegar
hefur farið Iítið fyrir gagnrýni á miðstjórn flokksins í Sovétríkj-
unum síðustu árin og sjálf segir miðstjórnin, að Stalín hafi verið
hafin yfir alla gagnrýni. Þegar hún loksins kom löngu eftir dauða
hans, virðist mér að nokkuð hafi skort á réttan anda sjálfsgagn-
rýninnar hjá miðstjórninni sjálfri.
í vísindum og listum höfum við verið vitni að fyrirbærum, sem
eru af sama toga. Að vísu hafa farið fram miklar og langar um-
ræður um ágreiningsmálin. En að lokum hefur verið bundinn endi
á þær með ályktunum frá miðstjórn Kommúnistaflokksins, ef
nauðsyn þótti til bera af þjóðfélagslegum ástæðum, eða til þess
að geta einbeitt kröftunum að aðkallandi verkefnum. I kjölfar
þess hefur oft komið sjálfsgagnrýni af svipuðu tagi og fyrr getur.
Hér ber allt að sama brunni. Hér er skrifstofuvaldið að verki, hin
ríka tilhneiging til þess að leysa vandamálin ofan frá eða með
stjórnaraðgerðum, I stað þess að fara erfiðari, en farsælli leiðina,
leið hins virka sósíaliska lýðræðis, þá leið sem Lenín vísaði, þegar